Enski boltinn

Jóhannes Karl lék í sigri Burnley

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhannes Karl Guðjónsson, leikmaður Burnley.
Jóhannes Karl Guðjónsson, leikmaður Burnley. Nordic Photos / Getty Images

Burnley vann í dag 1-0 sigur á Southampton í ensku B-deildinni í knattspyrnu. Jóhannes Karl Guðjónsson kom inn á sem varmaður í liði Burnley á 64. mínútu.

Steve Caldwell skoraði sigurmark leiksins á 45. mínútu. Burnley er nú í tólfta sæti deildarinnar en Southampton er í 21. sæti og á í harðri fallbaráttu.

WBA er á góðri leið með að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni en liðið er með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar eftir 2-1 sigur á Norwich í dag.

Hull er í öðru sæti deildarinnar en liðið tapaði fyrir Sheffield United í dag, 2-0. Stoke getur með sigri á Bristol City í dag komið sér upp í annað sæti deildarinnar en leikur liðanna er nýhafinn.

Bristol City er í fjórða sæti og getur sömuleiðis komið sér upp í annað sætið með sigri í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×