Fleiri fréttir

Óttast mjög um stöðu flugfélaga

Flugvellir víðs vegar um heiminn eru nú yfirfullir af flugvélum, enda hefur ferðum fækkað talsvert vegna kórónuveirufaraldursins. Fjölmörg ríki hafa sett á ferðabann og ljóst er að tekjutap flugfélaga heimsins er mikið.

Samdráttur í Þýskalandi óhjákvæmilegur

Hagkerfi Þýskalands, stærsta hagkerfi Evrópu, gæti dregist saman um allt að 5,4 prósent á þessu ári. Það er þó versta sviðsmynd ráðs hagfræðinga, sem ráðleggja ríkisstjórn landsins.

Fjórfalt fleiri sóttu um atvinnuleysisbætur en nokkru sinni fyrr

Fleiri en þrjár milljónir Bandaríkjamanna sóttu um atvinnuleysisbætur í síðustu viku og er það fjórfalt fleiri en nokkru sinni hafa gert það. Hagfræðingar vara við því að atvinnuleysi vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveiruheimsfaraldursins gæti náð allt að 13% í maí.

Vara við skorti á ferskvöru vegna faraldursins í Evrópu

Skortur á ferskum ávöxtum og grænmeti í Evrópu er viðbúinn vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á vöruflutninga og starfsfólk sem týnir uppskeruna. Til skoðunar er að draga úr skorti með því að búa til sérstakar akreinar fyrir vöruflutninga með ferskvöru yfir landamæri innan Evrópu.

Flugfélög krefjast afnáms umhverfisskatta

Evrópsk flugfélög sem róa nú sum lífróður vegna kórónuveirufaraldursins krefjast þess að þau verði losuð undan því að greiða umhverfisskatta sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi. Sum staðar eru þó kröfur uppi um að stjórnvöld setji samdrátt í losun sem skilyrði fyrir því að bjarga flugfélögum.

Tekist á um björgunarpakka á Bandaríkjaþingi

Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi margmilljarða dollara björgunarpakka sem á að hleypa lífi í hagkerfið í skugga kórónuveirufaraldursins í gær. Demókratar gagnrýna að frumvarpið hygli stórfyrirtækjum og komi ekki nægilega til móts við almenna borgara. Bandaríski seðlabankinn aflétti takmörkunum á uppkaupum á ríkisskuldabréfum í dag.

Vilja beinar greiðslur til Bandaríkjamanna vegna faraldursins

Hluti af risavöxnum neyðaraðgerðapakka Bandaríkjastjórnar vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldursins gæti verið beinar peningagreiðslur til almennings. Pakkinn er sagður geta orðið sá stærsti frá því í kreppunni miklu.

Laura Ashley á leið í þrot

Breska húsgagna- og heimilisvörukeðjan Laura Ashley virðist ætla að verða fyrsta stóra smásölukeðja Bretlands sem fer í þrot á tímum útbreiðslu kórónuveirunnar.

Þjóðnýta flugfélagið Alitalia

Yfirvöld Ítalíu ætla að þjóðnýta gjaldþrota flugfélagið Alitalia og hafa 600 milljónir evra verið settar til hliðar til að halda rekstri félagsins áfram.

Markaðir bregðast illa við ferðabanni Trumps

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gærkvöldi um ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna. Ákvörðunin hefur haft mikil áhrif á markaði víðs vegar um heiminn.

Sádar boða enn meiri olíuframleiðslu í verðstríði við Rússa

Útlit er fyrir enn frekari lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu eftir að Sádar tilkynntu að þeir ætluðu að framleiða metmagn af olíu í apríl. Þeir standa nú í verðstríði við Rússa sem vildu ekki samþykkja samdrátt í framleiðslu sem Sádar og OPEC vilja til að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar.

Markaðir vestanhafs braggast eftir mikla lækkun

Lækkanir gærdagsins sem raktar voru til áhyggna af kórónuveirunni gengu til baka að hluta við opnun markaða í dag. Bandaríkjastjórn ætlar að kynna mótvægisaðgerðir vegna efnahagslegra áhrifa faraldursins í dag.

Viðskipti stöðvuð rétt eftir opnun markaða vestanhafs

Til sjálfvirkrar stöðvunar viðskipta á bandarískum mörkuðum kom í fyrsta skipti frá því í fjármálakreppunni árið 2008. Svartsýni hefur gripið markaði vegna áhrifa kórónuveirunnar á hagkerfi heimsins.

Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu

Helstu vísitölur í Evrópu og Asíu féllu verulega eftir um það bill fimmtungslækkun á heimsmarkaðsverði olíu í nótt. Hrunið kyndir undir ótta við heimskreppu vegna kórónuveirufaraldursins sem breiðist nú um heiminn.

Flybe farið á hausinn

Allar flugvélar breska flugfélagsins Flybe hafa verið kyrrsettar og félagið verið lýst ógjaldfært.

Facebook endurskoðar rafmyntaráform sín

Eftirlitsstofnanir og yfirvöld í ýmsum ríkjum hafa lýst áhyggjum af því að rafmyntir eins og Libra geti grafið undan fjármálakerfi heimsins og verið misnotaðar í þágu peningaþvættis.

Mesta lækkun stýrivaxta frá fjármálakreppunni

Bandaríski seðlabankinn lækkaði vexti um hálft prósentustig til að róa markaði vegna kórónuveirunnar. Lækkunin er fyrsta neyðaraðgerðin sem bankinn grípur til frá falli Lehman Brothers haustið 2008.

Börn í þrælkunarvinnu fyrir Starbucks

Bandaríski kaffirisinn Starbucks er nú flæktur inn í barnaþrælkunarhneykslismál eftir að rannsókn leiddi í ljós að börn undir 13 ára aldri væru látin vinna á býlum í Gvatemala til þess að sjá fyrirtækinu fyrir kaffibaunum.

Sjá næstu 50 fréttir