Viðskipti erlent

Dow Jones-vísitalan hrundi um 7,8 prósentustig

Andri Eysteinsson skrifar
Frá hlutabréfamarkaðinum í New York í dag.
Frá hlutabréfamarkaðinum í New York í dag. AP/Richard Drew

Dow Jones vísitalan hrundi um 7,8% á mörkuðum í dag en um er að ræða mestu lækkun hennar frá efnahagshruninu árið 2008. Lækkun vísitölunnar er rakin til hrapandi olíuverðs og ótta við áhrif kórónuveirunnar á heimsbyggðina. AP greinir frá.

Olíuverð hefur lækkað um nærri 25% á heimsvísu eftir að Sádí Arabar hófu verðstríð til að þvinga Rússa til að taka þátt í aðgerðum samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC, um að halda uppi verði á olíu þrátt fyrir minnkandi eftirspurn vegna kórónuveirunnar.

Öll viðskipti á bandarískum mörkuðum voru stöðvuð sjálfkrafa í fimmtán mínútur, skömmu eftir opnun þeirra í morgun. Þá höfðu vísitölur lækkað hratt en við slíkar aðstæður eru viðskipti sjálfkrafa stöðvuð.

Hlutabréfamarkaði í Evrópu og í Japan höfðu þá einnig fundið fyrir áhrifum lækkunar olíuverðs og ótta við kórónuveiruna. Verðbréf höfðu lækkað verulega í Evrópu og hafði viðlíka lækkun ekki sést frá árinu 2008.


Tengdar fréttir

Bensínverð lækkar vegna kórónuveirunnar

Olíuverð á Íslandi hefur lækkað nokkuð skarpt vegna kórónuveirunnar þar sem eftirspurn hefur dregist saman á heimsvísu. Veiran hefur einnig áhrif inn í kauphöllina þar sem hlutabréf hafa hríðfallið.

Versti dagur hlutabréfamarkaða í tvö ár

Hlutabréfamarkaðir í Evrópu og vestanhafs urðu fyrir miklu höggi í dag og hefur þessi mikla lækkun verið rakin til áhyggja vegna útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,98
6
4.942
VIS
1,07
3
22.680
ICESEA
0,65
1
4.235
HEIMA
0
1
1.554
MAREL
0
1
5.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
0
1
1.554
MAREL
0
1
5.000
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.