Viðskipti erlent

Þjóðnýta flugfélagið Alitalia

Samúel Karl Ólason skrifar
Búið var að reyna að selja Alitalia til Lufthansa og Forrovie dello Stato, sem rekur lestar Ítalíu.
Búið var að reyna að selja Alitalia til Lufthansa og Forrovie dello Stato, sem rekur lestar Ítalíu. AP/Andrew Medichini

Yfirvöld Ítalíu ætla að þjóðnýta gjaldþrota flugfélagið Alitalia og hafa 600 milljónir evra verið settar til hliðar til að halda rekstri félagsins áfram. Flugfélagið hefur safnað skuldum á undanförnum árum og stóð til að reyna að selja það eftir að það varð gjaldþrota árið 2017. Rekstri félagsins hefur þó verið haldið áfram og ríkið gaf flugfélaginu 400 milljónir evra í byrjun ársins.

Sá peningur er nú búinn.

Búið var að reyna að selja Alitalia til Lufthansa og Forrovie dello Stato, sem rekur lestar Ítalíu.

Aðgerðirnar varðandi Alitalia eru liður í áætlun ríkisstjórnar Ítalíu um að standa vörð um efnahag landsins. Guiseppe Conte, forsætisráðherra landsins, samþykkti í gær 25 milljarða evra neyðarpakka sem ætlað er að hjálpa fyrirtækjum og fjölskyldum.

Þá stendur til að grípa til frekari aðgerða í næsta mánuði.

Utan landamæra Kína hafa flest tilfelli Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, greinst á Ítalíu. Staðfest er að minnst 28 þúsund eru smitaðir og minnst 2.100 látnir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
0,59
1
1.288

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-6,56
15
6.123
REGINN
-3,59
20
47.585
EIK
-3,31
8
62.252
VIS
-3,22
7
89.006
SJOVA
-2,66
11
32.075
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.