Viðskipti erlent

Facebook endurskoðar rafmyntaráform sín

Kjartan Kjartansson skrifar
Mark Zuckeberberg, stofnandi Facebook, þegar hann svaraði spurningum bandarískra þingmanna um rafmyntina Libra í október í fyrra.
Mark Zuckeberberg, stofnandi Facebook, þegar hann svaraði spurningum bandarískra þingmanna um rafmyntina Libra í október í fyrra. Vísir/EPA

Andstaða eftirlitsstofnana og yfirvalda í fjölda ríkja veldur því að stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook eru nú sagðir endurskoða áform sín um að hleypa af stokkunum eigin rafmynt. Í staðinn gæti Facebook boðið upp á rafrænar útgáfur af gjaldmiðlum eins og dollara og evru.

Facebook hefur unnið að rafmyntinni Libra í samstarfi við önnur tæknifyrirtæki eins og Lyft, Spotify og Shopify. Önnur stórfyrirtæki eins og Visa hlupust undan merkjum þegar verkefnið mætti mótstöðu yfirvalda.

Sjá einnig: Efast um ágæti rafmyntar Facebook

Hugmyndin um Libra hefur sætt verulegri gagnrýni. Nokkur stærstu hagkerfi heims hafa sagt að rafmyntir almennt ógni fjármálakerfi heimsins. Sum ríki hafa varað við því að rafmyntir verði misnotaðar í peningaþvætti.

Talsmenn Facebook neita því að til standi að gefa hugmyndina um Libra alfarið upp á bátinn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til stendur að gefa rafmyntina út í haust, nokkru síðar en upphaflega stóð til.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×