Vilja beinar greiðslur til Bandaríkjamanna vegna faraldursins Kjartan Kjartansson skrifar 17. mars 2020 23:12 Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, við ræðupúlt í Hvíta húsinu með Donald Trump forseta í dag. Þeir vilja að Bandaríkjaþing samþykki risavaxna efnahagslega innspýtingu á allra næstu dögum. AP/Evan Vucci Bandaríkjastjórn gæti veitt landsmönnum sem verða fyrir efnahagslegum skakkaföllum vegna kórónuveirufaraldursins beinar peningagreiðslur samkvæmt hugmyndum að risavöxnum aðgerðapakka sem á að blása lífi í hagkerfið. Hvíta húsið og Bandaríkjaþing ræða nú um efnahagsinnspýtingu sem gæti orðið stærri en sú sem var samþykkt eftir fjármálahrunið árið 2008. Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, segist fylgjandi hugmyndunum um beingreiðslur til almennings til að hjálpa honum að standa af sér efnahagslegar þrengingar sem eru fyrirséðar vegna faraldursins. Fyrirtæki hafa víða gripið til uppsagna vegna minnkandi eftirspurnar. „Við erum að skoða að senda Bandaríkjamönnum ávísanir strax. Og ég meina strax, á næstu tveimur vikum,“ sagði Mnuchin við fréttamenn í dag. Alls gæti neyðarpakkinn hljóðað upp á allt að milljón milljónir dollara, að sögn Washington Post. Það væri þá stærsti neyðarpakki stjórnvalda frá því í kreppunni miklu á fyrri hluta 20. aldar, að sögn AP-fréttastofunnar. Í honum felst meðal annars neyðaraðstoð við flugfélög og hótel sem hafa orðið sérstaklega illa úti vegna ferðatakmarkana sem komið hefur verið á víða um heim. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, lofar því að þingmenn muni sitja við þar til þeir hafi samþykkt frekari efnahagslegar aðgerðir ofan á þær sem fulltrúadeildin samþykkti um helgina og eru smærri í sniðum. Það frumvarp felur meðal annars í sér veikindaleyfi fyrir launafólk, frekari rétt fólks til atvinnuleysisbóta auk fjármuna til að styðja börn og eldri borgara sem glíma við erfiðleika vegna faraldursins. Markaðir tóku við sér í dag eftir hafa verið í nær frjálsu falli undanfarna daga og er það rakið til væntinga til aðgerðapakka stjórnvalda. DOW-vísitalan hækkaði um þúsund stig í dag eftir verðfall í gær sem var það versta frá markaðshruni árið 1987, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Alls hafa hátt í sex þúsund manns greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum og um hundrað manns látið lífið. Fáir hafa þó verið skimaðir fyrir veirunni fram að þessu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Nýr tónn í Trump Frá því nýja kórónuveiran fór að dreifast utan landamæra Kína hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gert lítið úr veirunni og talað gegn ráðleggingum sérfræðinga. Það breyttist í gær. 17. mars 2020 12:36 Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar stýrivexti niður í núll Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði í dag stýrivexti sína niður í næstum ekkert og boðaði 700 milljarða dala innspýtingu í efnahagslíf landsins vegna áhrifa útbreiðslu kórónuveirunnar. 15. mars 2020 22:15 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Sjá meira
Bandaríkjastjórn gæti veitt landsmönnum sem verða fyrir efnahagslegum skakkaföllum vegna kórónuveirufaraldursins beinar peningagreiðslur samkvæmt hugmyndum að risavöxnum aðgerðapakka sem á að blása lífi í hagkerfið. Hvíta húsið og Bandaríkjaþing ræða nú um efnahagsinnspýtingu sem gæti orðið stærri en sú sem var samþykkt eftir fjármálahrunið árið 2008. Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, segist fylgjandi hugmyndunum um beingreiðslur til almennings til að hjálpa honum að standa af sér efnahagslegar þrengingar sem eru fyrirséðar vegna faraldursins. Fyrirtæki hafa víða gripið til uppsagna vegna minnkandi eftirspurnar. „Við erum að skoða að senda Bandaríkjamönnum ávísanir strax. Og ég meina strax, á næstu tveimur vikum,“ sagði Mnuchin við fréttamenn í dag. Alls gæti neyðarpakkinn hljóðað upp á allt að milljón milljónir dollara, að sögn Washington Post. Það væri þá stærsti neyðarpakki stjórnvalda frá því í kreppunni miklu á fyrri hluta 20. aldar, að sögn AP-fréttastofunnar. Í honum felst meðal annars neyðaraðstoð við flugfélög og hótel sem hafa orðið sérstaklega illa úti vegna ferðatakmarkana sem komið hefur verið á víða um heim. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, lofar því að þingmenn muni sitja við þar til þeir hafi samþykkt frekari efnahagslegar aðgerðir ofan á þær sem fulltrúadeildin samþykkti um helgina og eru smærri í sniðum. Það frumvarp felur meðal annars í sér veikindaleyfi fyrir launafólk, frekari rétt fólks til atvinnuleysisbóta auk fjármuna til að styðja börn og eldri borgara sem glíma við erfiðleika vegna faraldursins. Markaðir tóku við sér í dag eftir hafa verið í nær frjálsu falli undanfarna daga og er það rakið til væntinga til aðgerðapakka stjórnvalda. DOW-vísitalan hækkaði um þúsund stig í dag eftir verðfall í gær sem var það versta frá markaðshruni árið 1987, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Alls hafa hátt í sex þúsund manns greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum og um hundrað manns látið lífið. Fáir hafa þó verið skimaðir fyrir veirunni fram að þessu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Nýr tónn í Trump Frá því nýja kórónuveiran fór að dreifast utan landamæra Kína hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gert lítið úr veirunni og talað gegn ráðleggingum sérfræðinga. Það breyttist í gær. 17. mars 2020 12:36 Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar stýrivexti niður í núll Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði í dag stýrivexti sína niður í næstum ekkert og boðaði 700 milljarða dala innspýtingu í efnahagslíf landsins vegna áhrifa útbreiðslu kórónuveirunnar. 15. mars 2020 22:15 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Sjá meira
Nýr tónn í Trump Frá því nýja kórónuveiran fór að dreifast utan landamæra Kína hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gert lítið úr veirunni og talað gegn ráðleggingum sérfræðinga. Það breyttist í gær. 17. mars 2020 12:36
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar stýrivexti niður í núll Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði í dag stýrivexti sína niður í næstum ekkert og boðaði 700 milljarða dala innspýtingu í efnahagslíf landsins vegna áhrifa útbreiðslu kórónuveirunnar. 15. mars 2020 22:15