Viðskipti erlent

Viðskipti stöðvuð rétt eftir opnun markaða vestanhafs

Kjartan Kjartansson skrifar
Upplitið á verðbréfasölum í kauphöllinni í New York var ekki djarft í morgun. Vísitala féll þar um sjö prósentustig strax við opnun. Viðskipti eru stöðvuð tímabundið þegar lækkun nemur meira en fimm prósentustigum á einum degi.
Upplitið á verðbréfasölum í kauphöllinni í New York var ekki djarft í morgun. Vísitala féll þar um sjö prósentustig strax við opnun. Viðskipti eru stöðvuð tímabundið þegar lækkun nemur meira en fimm prósentustigum á einum degi. AP/Richard Drew

Öll viðskipti á bandarískum mörkuðum voru stöðvuð sjálfkrafa í fimmtán mínútur aðeins fimn mínútunum eftir að þeir opnuðu í morgun. Þá höfðu vísitölur lækkað hratt líkt og gerði í Asíu og Evrópu vegna hrapandi olíuverðs og ótta við áhrif kórónuveirunnar í nótt og í morgun.

S&P 500-vísitalan lækkaði um sjö prósentustig aðeins fimm mínútum eftir opnun markaða í Bandaríkjunum í morgun. Við þær aðstæður eru viðskipti sjálfkrafa stöðvuð í fimmtán mínútur. Þetta er í fyrsta skipti frá því í fjármálahruninu í desember árið 2008 sem slíkt gerist. Dow Jones-iðnaðarvísitalan féll jafnframt um meira en 1.900 stig.

Viðskipti gætu aftur stöðvast tímabundið haldi lækkunin áfram og nái þrettán prósentustigum í dag. Nái lækkunin tuttugu prósentustigum verður kauphöllum lokað í dag. Það hefur aldrei gerst frá því að reglurnar voru settar, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar.

Sjá einnig: Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu

Evrópskar og asískar vísitölur lækkuðu um 7-8% við opnun markaða þar í nótt og morgun. Það var viðbragð markaða við verðhruni á olíu. Verðið lækkaði um hátt í 30% í nótt þegar Sádar hófu verðstríð til að þvinga Rússa til að taka þátt í aðgerðum OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, um að halda uppi verði á olíu þrátt fyrir minnkandi eftirspurn vegna kórónuveirunnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
8,75
20
3.458
KVIKA
1,22
1
50
BRIM
0
2
81.123
ORIGO
0
1
362
SKEL
0
3
16.532

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
-2,53
11
49.809
ARION
-2,46
16
343.746
ICESEA
-1,46
2
9.625
SIMINN
-1,33
4
96.937
REITIR
-0,92
3
33.894
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.