Viðskipti erlent

Mesta lækkun stýrivaxta frá fjármálakreppunni

Kjartan Kjartansson skrifar
Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, kynnti stýrivaxtalækkunina, á blaðamannafundi í dag.
Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, kynnti stýrivaxtalækkunina, á blaðamannafundi í dag. AP/Jacquelyn Martin

Seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnti um hálfs prósentustigs neyðarstýrivaxtalækkun til þess að bregðast við áhrifum kórónuveirufaraldrinum í dag. Lækkunin er sú mesta frá því í fjármálakreppunni sem gekk yfir heiminn árið 2008.

Með stýrivaxtalækkuninni fetar bandaríski seðlabankinn í fótspor annarra seðlabanka um allan heim sem hafa reynt að koma ró á fjármálamarkaði og hagkerfi í skugga efnahagslegra áhrifa kórónuveirunnar. Tugir þúsunda manna hafa smitast af veirunni og um 3.000 manns látist.

Etir lækkunin eru bandarískir stýrivextir rétt undir 1,25% en þeir voru um 1,75% fyrir. Washington Post segir að hlutabréfaverð hafi þokast upp á við í fyrstu eftir að fréttir af lækkuninni bárust en Dow Jones-vísitalan lækkaði hins vegar fljótt aftur.

Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem hefur ítrekað krafist þess að seðlabankinn lækkaði vexti, þrýsti á bankastjórnendurnar á Twitter fyrr í dag.

Síðast greið Seðlabanki Bandaríkjanna til neyðarlækkunar stýrivaxta eftir að fjárfestingabankinn Lehman Brothers varð gjaldþrota og fjármálakerfi heimsins stóð á brauðfótum árið 2008.


Tengdar fréttir

Kínverjar komnir í gegnum það versta

Heilbrigðisráðuneyti Kína tilkynnti í nótt að einungis 125 ný smit nýju kórónuveirunnar hafi verið staðfest þar í landi á einum sólarhring. Sú tala hefur ekki verið svo lág síðan þann 20. janúar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.