Viðskipti erlent

Markaðir bregðast illa við ferðabanni Trumps

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um bannið í gær. Markaðir hafa verið í frjálsu falli síðan, og voru það reyndar fyrir tilkynninguna. 
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um bannið í gær. Markaðir hafa verið í frjálsu falli síðan, og voru það reyndar fyrir tilkynninguna.  AP/Doug Mills

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gærkvöldi um ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna. Ákvörðunin hefur haft mikil áhrif á markaði víðs vegar um heiminn.

„Til þess að halda nýjum sjúklingum sem koma til landsins í lágmarki munum við banna allar ferðir frá Evrópu til Bandaríkjanna næstu þrjátíu daga. Þessar nýju reglur taka gildi á miðnætti annað kvöld,“ sagði Trump þegar hann greindi frá aðgerðunum í gærkvöldi. 

Þrjátíu daga bann

Bannið gildir í þrjátíu daga og nær til allra ríkja Evrópu, að Bretlandi frátöldu, frá og með miðnætti annað kvöld. Það nær til allra erlendra ríkisborgara sem hafa verið á Schengen-svæðinu síðustu fjórtán daga.

Bandarískum ríkisborgurum og fjölskyldum þeirra verður áfram hleypt til Bandaríkjanna, rétt eins og þeim sem eru þar með fasta skráða búsetu. Þau munu þó þurfa að undirgangast skoðun við komuna til landsins og að líkindum þurfa að sæta sóttkví í tvær vikur, eins og ferðalangar frá Kína þurfa að gera í dag.

Í frjálsu falli

Markaðir brugðust afar illa við tíðindunum. Þýska Dax-vísitalan hefur lækkað um fimm og hálft stig. Breska FTSE og franska CAC sömuleiðis. Þá hefur rússneska vísitalan hrapað um ellefu prósent. Michael McCarthy, yfirmaður grieningardeildar CMC Markets í Ástralíu, segist búast við því að þróunin verði áfram í þessa átt á næstu dögum og vikum.

„Það hversu hratt hlutabréf eru að hrapa alls staðar í heiminum og hversu mikið segir okkur að við megum eiga von á frekara tjóni næstu daga og vikur.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
8,75
20
3.458
KVIKA
1,22
1
50
BRIM
0
2
81.123
ORIGO
0
1
362
SKEL
0
3
16.532

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
-2,53
11
49.809
ARION
-2,46
16
343.746
ICESEA
-1,46
2
9.625
SIMINN
-1,33
4
96.937
REITIR
-0,92
3
33.894
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.