Deila Sáda og Rússa leiðir til verðfalls olíu Samúel Karl Ólason skrifar 9. mars 2020 02:12 Tilefni þessarar lækkunar er verðstríð Sádi-Arabíu og Rússlands. AP/Gregory Bull Verð hráolíu tók gífurlega dýfu þegar markaðir opnuðu í nótt og hefur verðhrunið ekki verið meira frá upphafi Persaflóastríðsins árið 1991. Heilt yfir lækkaði verð Brent olíu um um það bil 30 prósent þegar mest var. Tilefni þessarar lækkunar er verðstríð Sádi-Arabíu og Rússlands. Rússar neituðu að starfa með Samtökum olíuútflutningslanda, eða OPEC, sem Sádar svo gott sem stýra, og draga úr framleiðslu vegna samdráttar í eftirspurn sem rakin er til nýju kórónuveirunnar Covid-19. Í kjölfar þess lýstu yfirvöld Sádi-Arabíu því yfir að þeir ætluðu að lækka verð olíu þaðan og byrja að selja úr gífurlegum byrgðum ríkisins. Ofan á það ætla Sádar að auka framleiðslu í næsta mánuði, þegar núgildandi samningur OPEC og Rússa rennur úr gildi. Markmiðið er að refsa Rússlandi en stór hluti tekna ríkisins er kemur frá sölu olíu. Eins og Reuters fréttaveitan bendir á var síðast gripið til sambærilegra aðgerða árin 2014 og 2016. Þá voru Sádar og Rússar að vinna saman og beita olíuframleiðendur í Bandaríkjunum sem notast við bergbrot (Fracking) þrýstingi. Á undanförnum áratug hefur bergbrot og aðrar aðferðir aukið olíuframleiðslu Bandaríkjanna til muna og gert ríkið að stærsta olíuframleiðenda heims. Rússar eru í öðru sæti. Þessar olíuframleiðsluaðferðir Bandaríkjanna eru þó iðulega dýrari en hefðbundnar aðferðir og iðnaðurinn er tiltölulega skuldsettur. Samkæmt CNBC gæti verðstríð Sáda og Rússa komið verst niður á bandarískum olíuframleiðendum. Bensín og olía Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verð hráolíu tók gífurlega dýfu þegar markaðir opnuðu í nótt og hefur verðhrunið ekki verið meira frá upphafi Persaflóastríðsins árið 1991. Heilt yfir lækkaði verð Brent olíu um um það bil 30 prósent þegar mest var. Tilefni þessarar lækkunar er verðstríð Sádi-Arabíu og Rússlands. Rússar neituðu að starfa með Samtökum olíuútflutningslanda, eða OPEC, sem Sádar svo gott sem stýra, og draga úr framleiðslu vegna samdráttar í eftirspurn sem rakin er til nýju kórónuveirunnar Covid-19. Í kjölfar þess lýstu yfirvöld Sádi-Arabíu því yfir að þeir ætluðu að lækka verð olíu þaðan og byrja að selja úr gífurlegum byrgðum ríkisins. Ofan á það ætla Sádar að auka framleiðslu í næsta mánuði, þegar núgildandi samningur OPEC og Rússa rennur úr gildi. Markmiðið er að refsa Rússlandi en stór hluti tekna ríkisins er kemur frá sölu olíu. Eins og Reuters fréttaveitan bendir á var síðast gripið til sambærilegra aðgerða árin 2014 og 2016. Þá voru Sádar og Rússar að vinna saman og beita olíuframleiðendur í Bandaríkjunum sem notast við bergbrot (Fracking) þrýstingi. Á undanförnum áratug hefur bergbrot og aðrar aðferðir aukið olíuframleiðslu Bandaríkjanna til muna og gert ríkið að stærsta olíuframleiðenda heims. Rússar eru í öðru sæti. Þessar olíuframleiðsluaðferðir Bandaríkjanna eru þó iðulega dýrari en hefðbundnar aðferðir og iðnaðurinn er tiltölulega skuldsettur. Samkæmt CNBC gæti verðstríð Sáda og Rússa komið verst niður á bandarískum olíuframleiðendum.
Bensín og olía Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira