Óttast mjög um stöðu flugfélaga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. mars 2020 19:00 Fjölmörgum flugvélum hefur verið lagt á meðan faraldurinn gengur yfir. EPA/ETIENNE LAURENT Flugvellir víðs vegar um heiminn eru nú yfirfullir af flugvélum, enda hefur ferðum fækkað talsvert vegna kórónuveirufaraldursins. Fjölmörg ríki hafa sett á ferðabann og ljóst er að tekjutap flugfélaga heimsins er mikið. Á flugvellinum í Tulsa í Bandaríkjunum sitja fimmtíu vélar American Airlines kyrrar á flugbrautunum en flugfélagið segir að um 450 þotum hafi verið lagt nú þegar. Þetta er bara eitt flugfélag af fjölmörgum og má áætla að tugum þúsunda flugvéla hafi verið lagt vegna faraldursins, hvort sem það er á flugbrautum, í flugskýlum eða einhvers staðar allt annars staðar, Virði flugfélaga heimsins hefur dregist saman um meira en helming frá því kórónuveiran greindist fyrst og höggið hefur nú þegar reynst FlyBe of þungt. Félagið fór á hausinn í upphafi mánaðar. Útlit er fyrir að mun fleiri fari sömu leið. Alþjóðasamband flugfélaga reiknar með allt að 113 milljarða dala tekjumissi á árinu. Miklir hagsmunir eru í húfi. Í Bandaríkjunum einum vinna tíu milljónir annað hvort hjá flugfélögum eða afleidd störf. Alþjóðasambandið kallaði í vikunni eftir aðstoð G20-ríkjanna og sagði þörf á aðgerðum til að fyrirbyggja að allt fari á versta veg. Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rúmlega hundrað missa vinnuna hjá Isavia 101 starfsmanni Isavia hefur verið sagt upp störfum og hefur 37 starfsmönnum verið boðið áframhaldandi starf í lægra starfshlutfalli, samkvæmt heimildum Vísis. 30. mars 2020 14:08 Easyjet kyrrsetur flotann og starfsfólk beðið um að aðstoða heilbrigðiskerfið Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. 30. mars 2020 09:57 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Flugvellir víðs vegar um heiminn eru nú yfirfullir af flugvélum, enda hefur ferðum fækkað talsvert vegna kórónuveirufaraldursins. Fjölmörg ríki hafa sett á ferðabann og ljóst er að tekjutap flugfélaga heimsins er mikið. Á flugvellinum í Tulsa í Bandaríkjunum sitja fimmtíu vélar American Airlines kyrrar á flugbrautunum en flugfélagið segir að um 450 þotum hafi verið lagt nú þegar. Þetta er bara eitt flugfélag af fjölmörgum og má áætla að tugum þúsunda flugvéla hafi verið lagt vegna faraldursins, hvort sem það er á flugbrautum, í flugskýlum eða einhvers staðar allt annars staðar, Virði flugfélaga heimsins hefur dregist saman um meira en helming frá því kórónuveiran greindist fyrst og höggið hefur nú þegar reynst FlyBe of þungt. Félagið fór á hausinn í upphafi mánaðar. Útlit er fyrir að mun fleiri fari sömu leið. Alþjóðasamband flugfélaga reiknar með allt að 113 milljarða dala tekjumissi á árinu. Miklir hagsmunir eru í húfi. Í Bandaríkjunum einum vinna tíu milljónir annað hvort hjá flugfélögum eða afleidd störf. Alþjóðasambandið kallaði í vikunni eftir aðstoð G20-ríkjanna og sagði þörf á aðgerðum til að fyrirbyggja að allt fari á versta veg.
Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rúmlega hundrað missa vinnuna hjá Isavia 101 starfsmanni Isavia hefur verið sagt upp störfum og hefur 37 starfsmönnum verið boðið áframhaldandi starf í lægra starfshlutfalli, samkvæmt heimildum Vísis. 30. mars 2020 14:08 Easyjet kyrrsetur flotann og starfsfólk beðið um að aðstoða heilbrigðiskerfið Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. 30. mars 2020 09:57 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Rúmlega hundrað missa vinnuna hjá Isavia 101 starfsmanni Isavia hefur verið sagt upp störfum og hefur 37 starfsmönnum verið boðið áframhaldandi starf í lægra starfshlutfalli, samkvæmt heimildum Vísis. 30. mars 2020 14:08
Easyjet kyrrsetur flotann og starfsfólk beðið um að aðstoða heilbrigðiskerfið Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. 30. mars 2020 09:57