Viðskipti erlent

Laura Ashley á leið í þrot

Atli Ísleifsson skrifar
Verslun Laura Ashley á Oxford-stræti í London.
Verslun Laura Ashley á Oxford-stræti í London. Getty

Breska húsgagna- og heimilisvörukeðjan Laura Ashley virðist ætla að verða fyrsta stóra smásölukeðja Bretlands sem fer í þrot á tímum útbreiðslu kórónuveirunnar.

Sky News segir frá því að 2.700 störf séu í hættu, en í yfirlýsingu frá félaginu segir að sótt hafi verið um að skiptastjóri verði skipaður.

Um síðustu helgi var greint frá því að fyrirtækið ætti í miklum rekstrarerfiðleikum.

Í yfirlýsingunni segir að sala hafi dregist verulega saman eftir að útbreiðsla kórónuveirunnar hófst fyrir alvöru í Evrópu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
2,73
12
315.295
BRIM
2,52
3
21.272
VIS
2,08
7
92.110
SIMINN
1,96
1
156
SJOVA
1,22
1
13.280

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,78
2
1.366
ICEAIR
-1,37
42
18.602
EIK
-0,41
8
53.386
REITIR
0
1
2.500
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.