Viðskipti erlent

Netflix minnkar myndbandsgæði í Evrópu vegna álags

Sylvía Hall skrifar
Eflaust margir sem stytta sér stundir með sjónvarpsglápi þessa dagana. Mikil aukning hefur verið í áhorfi hjá Netflix samhliða útbreiðslu kórónuveirunnar. 
Eflaust margir sem stytta sér stundir með sjónvarpsglápi þessa dagana. Mikil aukning hefur verið í áhorfi hjá Netflix samhliða útbreiðslu kórónuveirunnar.  Vísir/Getty

Streymisveitan Netflix mun minnka myndbandsgæði á þáttum og kvikmyndum á veitunni næstu þrjátíu daga vegna mikils álags á Internetþjóna um þessar mundir. Mikil aukning hefur verið í áhorfi innan Evrópu eftir að kórónufaraldurinn sem veldur COVID-19 sjúkdómnum varð skæðari í álfunni.

Á vef BBC kemur fram að breytingin muni að öllum líkindum ekki hafa það mikil áhrif að áhorfendur finni fyrir minni gæðum.

Ákvörðunin var tekin eftir að beiðni frá Evrópusambandinu þar sem bæði streymisveitan og áhorfendur voru beðnir um að minnka gæðin við afspilun. Mikil aukning í notkun streymisveitna vegna samkomubanna, útgöngubanna og fjölda fólks í sóttkví víða um Evrópu hefði getað leitt til þess að Internetið gæti hreinlega ekki staðið undir álaginu.

Thierry Breton, sem sér um innri markað Evrópusambandsins, sagði að staðan væri fordæmalaus. Allir notendur internetsins bæru ábyrgð á því að tryggja það að Internetið væri aðgengilegt og virkaði vel á meðan heimsfaraldurinn stæði yfir.

„Ég fagna skjótum viðbrögðum Netflix sem miða að því að tryggja góða virkni Internetsins á meðan COVID-19 faraldurinn stendur yfir samhliða því að sjá til þess að upplifun notenda sé jákvæð,” er haft eftir Breton á vef CNN.


Tengdar fréttir

Þættir sem gætu bjargað geð­heilsunni

Um þessar mundir eru mörg hundruð Íslendingar í sóttkví vegna Kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Fólk er sóttkví um allan heim og hækkar sú tala umtalsvert á hverjum degi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
4,76
1
154
BRIM
1,82
7
315.738
REITIR
0,56
2
17.880
SJOVA
0,25
3
4.814
ORIGO
0,16
1
23

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,61
7
473
LEQ
-1,51
1
2.387
MAREL
-1,27
5
168.910
SYN
-0,41
1
244
ICESEA
0
1
18
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.