Viðskipti erlent

Starfsfólki Google sagt að halda sig heima vegna faraldursins

Kjartan Kjartansson skrifar
Google er með mikla starfsemi í Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna þar sem fjöldi kórónuveirusmita hefur greinst undanfarna daga.
Google er með mikla starfsemi í Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna þar sem fjöldi kórónuveirusmita hefur greinst undanfarna daga. Vísir/Getty

Alphabet, móðurfélag tæknirisans Google, hefur skipað starfsfólki í Norður-Ameríku að vinna heiman frá sér til að draga úr hættu á útbreiðslu kórónuveirunnar. Um þúsund smit hafa þegar greinst í Bandaríkjunum og er búist við því að þeim fjölgi hratt á næstunni.

Áður höfðu starfsmenn Alphabet í Washington-ríki, þar sem útbreiðsla veirunnar hefur verið sem mest í Bandaríkjunum, verið beðnir um að halda sig heima. Nú eru hátt í hundrað þúsund starfsmenn í bæði Bandaríkjunum og Kanada beðnir um að vinna heima hjá sér, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Skrifstofur Alphabet í Norður-Ameríku verða enn opnar fyrir þá starfsmenn sem geta ekki sinnt störfum sínum heima.

Fleiri stórfyrirtæki hafa gripið til ráðstafana til að komast í veg fyrir kórónuveirusmit, þar á meðal Apple, Amazon, Microsoft, Facebook og Twitter. Google hefur einnig ákveðið að bregðast við faraldrinum með því að banna auglýsingar fyrir sóttvarnargrímur, stofna sérstakan sjóð svo hlutastarfsmenn og sölumenn geti tekið sér veikindaleyfi og farið í samstarf við breska heilbrigðisþjónustuna til að koma í veg fyrir útbreiðsla ósanninda um kórónuveirunar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,98
6
4.942
VIS
1,07
3
22.680
ICESEA
0,65
1
4.235
HEIMA
0
1
1.554
MAREL
0
1
5.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
0
1
1.554
MAREL
0
1
5.000
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.