Viðskipti erlent

Hrun á Asíumörkuðum

Hlutabréf féllu í verði á Asíumörkuðum í morgun í kjölfar þess að Bandaríkjaþing hafnaði björgunaraðgerðum stjórnarinnar í annað skiptið í gær.

Nikkei-vísitalan í Tókýó lækkaði um tæp fimm prósent og hafði ekki verið lægri í þrjú ár áður en hún steig lítillega aftur. Dow Jones-vísitalan í Bandaríkjunum lækkaði um sjö prósent í gær sem er mesta lækkun hennar á einum degi frá upphafi en hún var fyrst gefin út í maí 1896.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×