Viðskipti erlent

Nokia eignast OZ

Nokia farsímafyrirtækið hefur gert samning um kaup á OZ fyrirtækinu sem stofnað var hér á landi. Í tilkynningu sem félögin sendu frá sér segir að um 220 manns starfi hjá OZ. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Montreal í Kanada. OZ framleiðir kerfi sem gerir kleift að senda SMS og tölvupósta úr farsímum.

Í tilkynningunni sem Nokia og Oz sendu frá sér í dag segir að þau hafi átt samstarf síðan 2003 og að kaupin séu eðlileg framvinda á því samstarfi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×