Viðskipti erlent

Mesta hrun í kauphöllum heimsins síðan árið 1997

Samkvæmt MSCI All Country World vísitölunni er dagurinn í dag sá versti í kauphöllum heimsins síðan í október árið 1997. Vísitalan mælir hlutabréfavísitölur í 48 löndum og hún féll um 4,4% í dag.

FTSE-vísitalan í London féll um 4,5%, Dax í Þýskalandi féll um 3,6%, CAC í Frakklandi féll um 4%, C20-vísitalan í Kaupmannahöfn féll um 5,3% og sænska OMX 30 vísitalan féll um 5,1%.

Vestur í Bandaríkjunum hefur Dow Jones-vísitalan fallið um 2,3%, Nasdaq hefur fallið um 3,2% og Sandard & Poor´s um 3,2%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×