Viðskipti erlent

Finnar tæma innlánsreikninga í Glitni

Viðskiptavinir Glitnis í Finnlandi hafa tæmt innlánsreikninga sína þar í nokkrum mæli í kjölfar fréttarinnar um kaup ríkissjóðs á 75% hlut í Glitni hér heima. Í blaðinu Huvustadbladet segir að upphæðin nemi nokkrum milljónum evra.

Innlán Finna í Glitni þar í landi nema um 300 milljónum evra eða sem svarar 45 milljörðum kr.

Í blaðinu segir að megnið af úttektunum hafi verið í gærdag. Anssi Partanen fjölmiðlafulltrúi Glitnis í Finnlandi segir í samtali við blaðið að óvenju rólegt hefði verið yfir viðskiptunum í dag. Hann tekur það skýrt fram að erfiðleikar Glitnis á Íslandi hafi engin áhrif á starfsemi bankans í Finnlandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×