Viðskipti erlent

Lækkun á Asíumörkuðum í morgun

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Hlutabréf lækkuðu í verði á mörkuðum í Asíu í morgun þrátt fyrir að öldungadeild Bandaríkjaþings hafi samþykkt björgunaráætlun bankanna í gær.

Lækkunina má að hluta rekja til bílaframleiðenda en bréf þeirra tóku töluverða dýfu, til dæmis lækkuðu Toyota og Honda um meira en fjögur prósent. Fjárfestar óttast að ástandið á mörkuðum eigi jafnvel eftir að versna enn meira.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×