Viðskipti erlent

Segir Kaupþing í vandræðum í Beverly Hills

Breska blaðið Telegraph segir að Kaupþing gæti verið í vandræðum með fasteignaverkefni í Beverly Hills í Los Angeles. Um er að ræða byggingu á fjölda lúxusíbúða en verkið gengur undir nafninu Lotus.

Það eru Candy- bræðurnir og Richard Caring sem standa að byggingu Lotus en Kaupþing er einn af fjármögnunaraðilum fyrir verkið sem samanstendur af 200 íbúðum auk verslana og veitingahúsa.

Í fyrra keypti Kaupþing ásamt fyrrgreindum samstarfsaðilum stóra lóð undir byggingu Lotus fyrir 500 milljónir dollara eða sem svarar rúmum 50 milljörðum kr.

Kaupþing á að borga 60% af 350 milljóna dollara láni hjá Credit Suisse sem er á gjalddaga í lok næstu viku.

Samkvæmt Telegraph hefur Kaupþing tilkynnt samstarfsaðilum sínum að svo gæti farið að bankinn drægi sig út úr Lotus vegna markaðsaðstæðna.

Jónas Sigurgeirsson upplýsingafulltrúi Kaupþings segir í samtali við Telegraph að í augnablikinu séu viðræður í gangi um endurfjármögnun á verkinu en að engar ákvarðanir hafi verið teknar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×