Viðskipti erlent

Sterling í deilu við fyrirtækið sem annast viðhald á vélum þess

Sterling á nú í deilu við flugvirkjafyrirtækið sem annast hefur viðhald á flugvélum Sterling. Að sögn Business.dk mun Sterling ekki geta viðhaldið flugflota sínum ef deilan leysist ekki á morgun, föstudag.

Samningur Sterling við fyrirtækið EAMS rann út á miðnætti s.l. þriðjudag og var ekki framlengdur. Kristian Kirchammer forstjóri EAMS segir að þeir hafi án árangurs reynt að fá samninginn framlengdan.

Að því er fram kemur á Business.dk eru þessir aðilar ósammála um hvað eigi að vera í nýjum samning og einnig um reikninga frá EAMS sem ekki hafa verið borgðir.

Rulle Westergaard fjölmiðlafulltrúi Sterling segir að engin hætta sé á því að félagið standi uppi án viðhaldsþjónustu á morgun. Hinsvegar sé Sterling ekki ánægt með upphæðir á nokkrum reikningum frá EAMS og telur að flugvirkjafélagið hafi smurt ansi vel á upphæðirnar til að reyna að dekka eigin taprekstur.

Rulle segir einnig að ef deilan leysist ekki sé Sterling tilbúin að semja við önnur flugvirkjafélög um viðhald á flugflota sínum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×