Viðskipti erlent

Millibankavextir aldrei hærri - lánsfjármarkaðurinn er hruninn

Millibankavextir, eða Libor, hafa aldrei verið hærri en nú. Samhliða þessu er lánsfjármarkaðurinn hruninn að því er segir á Bloomberg-fréttaveitunni. Einu bankarnir sem lána fé í dag eru seðlabankar.

Libor vextir í London fóru í 6,88% í morgun og millibankavextir á evrusvæðinu, eða Euribor, fóru í 5,05% á lánum til eins mánaðar. Þetta eru hæstu millibankavextir í sögunni.

"Lánsfjármarkaðurinn er algerlega hruninn, það eru engin viðskipti á honum þessa dagana," segir Christoph Rieger sérfæðingur hjá Dresdner Kleinworth í Frankfurt. "Seðlabankar eru þeir einu sem setja lausafé á markaðinn. Enginn annar lánar."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×