Viðskipti erlent

Hlutabréf hækkuðu verulega í Bandaríkjunum

Hlutabréf hækkuðu talsvert í Kauphöllinni á Wall Street í New York í dag eftir metlækkun í gær.

Gengi hlutabréfa féll verulega í Bandaríkjunum eftir að Bandaríkjaþings felldi tillögur stjórnvalda til að setja á laggirnar sjóð sem kaupi upp næsta verðlausar eignir þarlendra fjármálafyrirtækja sem tengjast bandarískum fasteignalánum. Fall sem þetta hefur ekki sést í tæpt 21 ár, eða síðan í október árið 1987, samkvæmt upplýsingum Bloomberg-fréttastofunnar.

Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 4,7 prósent og Nasdaq-vísitalan um 4,97 prósent.

Þá hækkaði olíuverð í dag um 5,1 prósent og kostar tunnan núna 101,3 Bandaríkjadali.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×