Viðskipti erlent

Viðskipti aftur stöðvuð í kauphöllum í Moskvu

Viðskipti með hlutabréf voru stöðvuð í kauphöllum í Moskvu aðeins mínútu eftir að þau hófust í morgun.

Ástæðan var hið mikla hrap í nær öllum kauphöllum heimsins í gær og óttuðust menn í Moskvu að hið sama yrði upp á teningnum hjá þeim í dag.

Í fyrstu átti stöðvunin aðeins að gilda í einn tíma en þegar síðast fréttist var enn beðið eftir því að viðskiptin kæmust í gang á ný.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×