Viðskipti erlent

Segir Íslendinga ekki ríða feitum hesti frá Danmerkurviðskiptum

Kaupmannahöfn.
Kaupmannahöfn. MYND/Stöð 2

Það er sama hvaða fyrirtæki Íslendingar hafa eignast í Danmörku, þeir hafa ekki hagnast á þeim, segir Steen Thomsen prófessor í alþjóðahagfræði við viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.

Þetta kemur fram í umfjöllun Jótlandspóstsins um það hvort Íslendingar neyðist ekki til að selja eignir í Danmörku á niðursettu verði á næstunni. Bent er á að fjárfestingar íslendinga séu í smásöluverslun, flugrekstri og fasteignum, greinum sem allar eigi undri högg að sækja við núverandi aðstæður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×