Viðskipti erlent

Spáir 14,3% ársverðbólgu í september

Greining Landsbankans spáir því að 12 mánaða verðbólga í september verði 14,3% samanborið við 14,5% í ágúst.

Telur greiningin að 12 mánaða verðbólga hafi náð hámarki í ágúst og að hratt muni draga úr verðhækkunum þegar útsölulok eru gengin yfir og krónan hefur brotist út úr gengislækkunarfasa síðustu mánaða.

Þessi spá er á sömu nótum og verðbólguspá greiningar Glitnis sem birt var fyrr í vikunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×