Fleiri fréttir

Bandaríski seðlabankinn til bjargar AIG

Bandaríski seðlabankinn kom tryggingafélaginu AIG til bjargar á elleftu stundu með lánveitingu sem ákvörðun var tekin um í gærkvöldi. Lánið nemur tæplega 8.000 milljörðum íslenskra króna

Sagan á bakvið Lehman Brothers

Með gjaldþroti Lehman Brothers hverfur eitt sögufrægasta fyrirtæki Wall Street af sjónar­sviðinu. Það var stofnað 1850 í Montgomery í Alabama og fékkst í fyrstu aðal­lega við bómullar­viðskipti.

Fjárfestar jákvæðir eftir stýrivaxtákvörðun

Bandarískir fjárfestar eru almennt ánægðir með ákvörðun bandaríska seðlabankans í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í tveimur prósentustigum. Eftir að niðurstaðan lá fyrir tók gengi banka og fjármálafyrirtækja að jafna sig eftir mikinn skell í gær og enduðu vísitölur á grænu.

Óbreyttir stýrivextir í Bandaríkjunum

Bandaríski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í tveimur prósentum. Þetta er nokkuð í takt við væntingar þótt talið hafi verið undir það síðasta að gjaldþrotabeiðni bandaríska fjárfestingabankans og erfiðari aðstæður á lausafjármörkuðum myndu leiða til þess að bankinn lækkaði vextina lítillega.

Debenhams hækkar eftir góðar afkomutölur

Hlutir í verslanakeðjunni Debenhams hafa hækkað um tæp 3% á markaðinum í London í morgun eftir góðar afkomutölur eftir fjárhagsárið sem lauk um síðustu mánaðarmót.

Taugatitringur lækkar heimsmarkaðsverð á olíu

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka og um stund fór verðið niður fyrir 90 dollara á tunnuna í morgun. Það hefur hækkað aðeins síðan og stendur nú í 91 dollara. Mikill taugatitringur á olíumörkuðum virðist ástæðan fyrir þessum lækkunum nú.

Verðbólga í Bretlandi mælist 4,7 prósent

Verðbólga mældist 4,7 prósent í Bretlandi í síðasta mánuði, samkvæmt gögnum bresku hagstofunnar sem birt voru í dag. Verðbólgan hefur ekki verið meiri í ellefu ár. Þróun mála bindur aftur hendur Englandsbanka, sem hefur horft til þess að létta á löndum sínum með lækkun stýrivaxta.

Enn lækka hlutabréf í Evrópu

Gengi hlutabréfa í Evrópu hélt áfram að lækka í dag eftir skell víða um heim í gær í kjölfar mikillar uppstokkunar á bandarískum fjármálamarkaði, greiðslustöðvunar Lehman Brothers og alvarlegs lausafjárvanda AIG, stærsta tryggingafélags landsins.

Hlutabréf í japönskum bönkum hrapa vegna Lehman

Hlutabréf í japönkum bönkum hafa hrapað á markaðinum í Tokyó í morgun, í sumum tilvikum allt að 20%. Ástæðan er að margir japanskir bankar voru meðal stærstu lánadrottna Lehman Brothers.

Mesta fall í sjö ár í Bandaríkjunum

Skellurinn sem varð á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag í kjölfar mikilla sviptinga í þarlendum fjármálageira er sá mesti síðan í hryðjuverkaárásunum 11. september fyrir sjö árum.

Líkur á óbreyttum stýrivöxtum vestanhafs

Flest bendir til þess að seðlabanki Bandaríkjanna ákveði að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í tveimur prósentum á næsta vaxtaákvörðunarfundi á morgun.

Allt í lagi þrátt fyrir gjaldþrot Lehman

„Bandaríkjamenn geta verið rólegir,“ sagði Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í Washington í Bandaríkjunum í dag.

Danska fjármálaeftirlitið gefur Eik Banki áminningu

Danska fjármálaeftirlitið hefur gefið Eik Banki í Færeyjum áminningu og krafist breytinga á viðskiptaháttum bankans í fasteignalánum hans. Eik Banki er einnig skráður í kauphöllinni hér á landi.

Segir Wall Street á leið niður í ræsið

Franz Wenzel aðstoðarforstjóri fjárfestingadeildar Axa Investment segir í samtali við Bloomberg að Wall Street sé í grundvallaratriðum á leið niður í ræsið.

Lehman Brothers skellir bandarískum hlutabréfamarkaði

Gengi hlutabréfa í bandaríska fjárfestingabankanum Lehman Brothers féll um 93 prósent við upphaf viðskiptadagsins í miklum hremmingum á bandarískum hlutabréfamörkuðum í dag. Bankinn, sem er fjórði umsvifamesti fjárfestingabanki landsins, lýsti sig gjaldþrota í dag. Gjaldþrotið hefur smitað út frá sér um allan heim.

Norski olíusjóðurinn fær skell vegna Lehman Brothers

Norski olíusjóðurinn mun þurfa að taka á sig umfangsmikinn skell vegna gjaldþrots Lehman Brothers. Á vefsíðunni E24 er greint frá því að sjóðurinn hafi átt um 8 milljarða kr. í hlutabréfum í Lehman og nær 70 milljarða í skuldabréfum sem Lehman er útgefandi að.

Evrópski seðlabankinn pumpar 3.900 milljörðum í markaðinn

Evrópski seðlabankinn (ECB) mun pumpa 3.900 milljörðum kr. í fjármálamarkaði á evrusvæðinu. Þetta gerir bankinn til að vinna á móti mikilli niðursveiflu á þessum mörkuðum í dag í kjölfar gjaldþrots Lehman Brothers.

Lehman Brothers-bankinn er gjaldþrota

Eigendur bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers lýstu hann gjaldþrota í nótt og tilboð Bank of America um yfirtöku Merrill Lynch-bankans hefur verið samþykkt. Það hljóðaði upp á sem nemur 4.500 milljörðum króna.

Barclays kaupir ekki Lehman

Breski bankinn Barclays sem þótti líklegur til að taka yfir bandaríska fjárfestingarbankann Lehman Brothers hefur dregið sig út úr viðræðum um kaup á félaginu. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Aðalstyrktaraðili United í vandræðum

Bakhjarlar knattspyrnuliðins West Ham eru ekki þeir einu sem eiga í erfiðleikum þessa dagana. Bandaríska trygginga- og fjárfestingafélagið AIG Investments sem er einn helsti styrktaraðili Manchester United á í talsverðum vandræðum.

Endurskoðendur hættu í undanfara skráningar Avion Group

Endurskoðunarfyrirtækið KPMG sagði upp samningi sínum við breska ferðaheildsalann XL eftir að forráðamenn þess hundsuðu ábendingar þess efnis að verið væri að fegra reikninga þess í undanfara skráningu Avion Group í Kauphöll Íslands síðla árs 2006.

Breskur veðbanki tapaði stórt á gjaldþroti XL Leisure

Breski veðbankinn Paddy Powers tapaði stórt á gjaldþroti XL Leisure Group. Raunar var ásóknin í að veðja á gjaldþrotið svo mikil að veðbankinn neyddist til að loka fyrir frekari veðmál síðdegis í gær.

Dregur úr veltu í smásöluverslun

Velta í smásöluverslun dróst saman um 0,3 prósent á milli mánaða í Bandaríkjunum í ágúst, samkvæmt gögnum sem viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá í dag.

Lufthansa vill kaupa SAS

Viðskipti með hlutabréf í SAS hafa verið stöðvuð í dönsku kauphöllinni eftir að Reuter-fréttastofan birti frétt þess efnis að Lufthansa hefði áhuga á að kaupa SAS.

Deutsche bank kaupir þýskan banka

Þýski pósturinn, Deutsche Post, samþykkti í dag að selja 30 prósenta hlut sinn í Deutsche Postbank til Deutsche Banks. kaupverð nemur 2,79 milljörðum evra, jafnvirði 357 milljarða íslenskra króna.

Lehman bjargað um helgina?

Sá orðrómur gengur nú að tveir stórir einkaframtakssjóðir (e. private equity firms) íhugi kaup á Lehman að því tilskyldu að Seðlabanki Bandaríkjanna taki á sig stóran hlut áhættunnar.

Sjá næstu 50 fréttir