Viðskipti erlent

Vogunarsjóðir í mál við breska fjármálaeftirlitið

Vogunarsjóðir víða um heim hyggjast nú lögsækja breska fjármálaeftirlitið og krefjast bóta vegna þeirra tjóns sem þeir hafa orðið fyrir eftir að bann var sett á skortsölur í Bretlandi í síðustu viku.

Talið er að ríflega þriðjungur vogunarsjóða í Evrópu þurfi að grípa til neyðaraðgerða vegna bannsins. Talsmenn vogunarsjóða segja að óábyrgt sé að kenna skortsölu um slæma efnahagsstöðu fjármálafyrirtækja.

Það hafi verið bankarnir sem ollu undirmálslánakrísunni en ekki vogunarsjóðirnir.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×