Viðskipti erlent

Kaupþing segir upp norskum starfsmönnum í Luxemborg

Kaupþing hefur sagt upp tveimur norskum starfsmönnum sínum í Luxemborg og sá þriðji hefur látið af störfum að eigin ósk. Jónas Sigurgeirsson framkvæmdastjóri samskiptasviðs Kaupþings segir uppsagnirnar eðlilegar í ljósi aðstæðna á markaðinum þessa stundina.

Norski viðskiptavefurinn E24 segir í frétt um málið að "fleiri Norðmönnum" hafi verið sagt upp hjá Kaupþingi í Luxemborg en Jónas segir það ekki rétt. Einungis hafi verið um tvo starfsmenn að ræða.

Þá neitar Jónas því í samtali við E24 að uppsagnir standi fyrir dyrum hjá Kaupþingi í Noregi. "Kaupþing hefur ekki í hyggju að breyta áætlunum sínum um starfsemina í Noregi," segir Jónas. "Við munum halda áfram uppbyggingu okkar á rekstrinum þar."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×