Viðskipti erlent

Viðskiptin í kauphöllum í Moskvu aftur stöðvuð

Viðskiptin í kauphöllum í Moskvu voru aftur stöðvuð í morgun, fjórða daginn í röð. Ástæðan núna er hinsvegar að vísitölurnar hækkuð of mikið en áður voru viðskiptin ítrekað stoppuð vegna hruns á verði hlutabréfa.

MICEX vístalan hafði hækkað um yfir 20% á fyrsta hálftímanum eftir að kauphöllin opnaði og RTS vístalan um 14% þegar forráðamenn kauphallanna gripu inn í og stöðvuðu viðskiptin.

Í umfjöllun á viðskiptavef Jyllandsposten er þetta kallað rússnesku jó-jó áhrifin. Þar segir að rússnesk hlutabréf séu nú þau ódýrustu í heimi og að margir stórir alþjóðlegir fjárfestar renni hýru auga til þeirra.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×