Viðskipti erlent

Bandaríkjastjórn berst gegn kreppunni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.

Bandarísk stjórnvöld ætla að tefla fram enn einni aðgerðinni til að vinna bug á kreppuástandinu á fjármálamarkaði.

Niðurstaða fundar fulltrúa Bandaríkjaþings, fjármálaráðherra landsins og seðlabankastjóra í gærkvöldi var sú að stofna sérstakan sjóð til að kaupa undirmálslán af bankakerfinu. það eru húsnæðislán sem veitt hafa verið einstaklingum með litla greiðslugetu eða litlar sem engar eignir á bak við sig. Ráðgert er að ljúka við áætlunina um helgina og í næstu viku fjallar þingið um þær lagabreytingar sem kunna að verða nauðsynlegar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×