Viðskipti erlent

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sér engan enda á kreppunni

Dominique Strauss-Khan forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að hann sjái engan enda á þeirri fjármálakreppu sem nú ríkir í heiminum. Og bætir því við að fleiri fjármálarisar á heimsvísu muni glíma við vandamál á næstu mánuðum.

Þetta er alger viðsnúningur á fyrri afstöðu Khan en þann 11. júlí s.l. sagði hann að versta fjármálakreppan væri að baki. Hann sér þó ljós í myrkrinu þegar kemur fram á næsta ár.

"Helsta ástæðan fyrir kreppunni liggur nú að baki okkur en ástæðan var lækkun fasteignaverðs. Hinsvegar eru afleiðingarnar fyrir fjármálastofnanir enn til staðar í framtíðinni," segir Khan. "Við megum eiga von á að á næstu vikum og mánuðum muni fleiri fjármálastofnanir lenda í vandræðum."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×