Viðskipti erlent

Barclays fær grænt ljós á kaupin á Lehman

Lehman Brothers skýjakljúfurinn á Manhattan.
Lehman Brothers skýjakljúfurinn á Manhattan.

Dómstóll í New York hefur fallist á beiðni Barclays banka um að fá að kaupa hluta af Lehman Brothers bankanum sem varð gjaldþrota á dögunum. Tilboð Barclays hljóðar upp á 1,3 millarða bandaríkjadala.

Barclays mun meðal annars eignast höuðstöðvar Lehman sem eru í frægum skýjakljúfi á Manhattan, en talið er að byggingin ein og sér sé metin á um einn milljarð bandaríkjadala. Þar fyrir utan mun Barcleys nú bera ábyrgð á um níu þúsund fyrrverandi starfsmönnum Lehman.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×