Viðskipti erlent

Erlendir bankar fá aðgang að björgunarsjóðnum

Henry Paulson, fjármálaráðherra.
Henry Paulson, fjármálaráðherra.
Erlendir bankar munu fá aðgang að sjóðnum sem bandarísk yfirvöld hafa komið á laggirnar til þess að taka við eignum sem eru orðnar verðlausar eftir fall á bandaríska fasteignalánamarkaðnum. Fyrir bandaríska þinginu liggur nú fyrir tillaga fjármálaráðherranum Henry Paulson um að allt að 700 milljarðar bandaríkjadala verði settir í sjóðinn.

Í viðtali á ABC sjónvarpsstöðinni í dag sagði Paulson að bankar utan Bandaríkjanna ættu að nýta sér sjóðinn ekki síður en innlendir bankar. Hann sagði ekki skipta máli hvar bankinn væri staðsettur, því ef hann væri að stunda viðskipti í Bandaríkjunum væri mikilvægt að hann nái að rétta sig af. Í sama viðtali sagði hann að stjórnvöld í Washington væru nú að ganga hart að öðrum ríkisstjórnum um að fleiri ríki komi sér upp svipuðum sjóðum og Bandaríkin hafa ákveðið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×