Viðskipti erlent

Björgunaraðgerð seðlabankanna ber árangur

Hin risavaxna björgunaraðgerð stærstu seðlabanka heimsins virðist hafa borið góðan árangurinn. Mikill viðsnúningur varð undir lokin á mörkuðum í Asíu í nótt og í morgun hafa kauphallir í Evrópu opnað í plús.

Hvað Asíumarkaðina varðar má nefna að Hang Seng vísitalan í Hong Kong lokaði í 0,4% í plús en fyrr í nótt hafði hún fallið um allt að rúmum 7%.

Í London hefur FTSE vísitalan hækkað um 1,9% í morgun og í kauphöllinni í Kaupmannahöfn hefur vísitalan hækkað um 0,5%. Svipuð hækkun hefur orðið í París og Frankfurt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×