Viðskipti erlent

Lloyds- og HBOS-bankarnir sameinast

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Stjórnir tveggja stórra banka í Bretlandi hafa samþykkt samruna bankanna. Hér er um að ræða Lloyds og HBOS sem er móðurfélag Halifax-bankans og Skotlandsbanka.

Lloyds og HBOS skipa fimmta og sjötta sætið í stærðarröð breskra banka en eftir samrunann verða þeir að stærsta banka landsins. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, hvatti til samrunans og segir breska ríkisútvarpið BBC að stjórnvöld muni sjá til þess að samkeppnisyfirvöld komi ekki í veg fyrir samrunann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×