Viðskipti erlent

Áfram hrun á Wall Street, S&P vísitalan ekki lægri í þrjú ár

Hlutabréf halda áfram að hrynja á Wall Street og hefur Standard & Poor´s vísitalan ekki verið lægri í þrjú ár. S&P vístalan lækkaði um rúm 2% skömmu eftir opnun markaða í Bandaríkjunum í dag.

Dow Jones hefur lækkað um tæp 2% á fyrsta klukkutímanum og Nasdaq um slétt 2%.

Ástæðan fyrir þessum lækkunum er að bankar vestanhafs hafa fryst lánveitingar sínar í kjölfar yfirtöku stjórnvalda á AIG tryggingarfélaginu. Það eru Goldman Sachs og Morgan Stanley sem leiða lækkunina á Wall Street en báðir þessir bankar hafa lækkað um 8% frá opnuninni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×