Viðskipti erlent

Asíumarkaðir rjúka upp

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Töluverðar hækkanir urðu á Asíumörkuðum í morgun í kjölfar frétta um væntanlega aðgerðaáætlun Bandaríkjaþings. Þannig hækkaði Hang Seng-vísitalan í Hong Kong um 7 prósent, japönsk hlutabréf hækkuðu um 3,1 prósent og áströlsk um 4 prósent. Einnig urðu hækkanir í Taívan, Suður-Kóreu og Singapúr og Shanghai-vísitalan rauk upp um rúm 9 prósent.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×