Viðskipti erlent

Verðfall á Asíumörkuðum

Verðfall varð á asískum hlutabréfamörkuðum í morgun í kjölfar mikillar lækkunar á hlutabréfum vestanhafs í gær og neyðarláns Bandaríkjastjórnar til tryggingarisans AIG en lánið hefur ýtt undir áhyggjur fjárfesta af ástandi fjármálamarkaða.

Hang Seng-vísitalan í Hong Kong lækkaði um 7,2 prósent, japanska Nikkei-vísitalan lækkaði um 3,7 prósent og hlutabréf í kínverska ICBC-bankanum lækkuðu um rúmlega 5 prósent.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×