Viðskipti erlent

Örvænting á bandaríska peningamarkaðinum

Örvænting ríkir nú á bandaríska peningamarkaðinum eftir að vextir á þriggja mánaða ríkisskuldabréfum þar lækkuðu um 45 púnkta niður í 0,23%. Að sögn Bloomberg fréttaveitunnar hafa vextirnir ekki verið lægri síðan 1954.

Allan von Mehren forstöðumaður greiningar Danske Bank segir í samtali við Börsen að með þessir vextir samsvari því að hafa lausafé sitt undir koddanum. "Og það er í raun það sem gerist í stöðunni, enginn vill kaupa þriggja mánaða bréf sem svo gott sem engum vöxtum," segir von Mehren.

Mehren slær því föstu í samtalinu við Börsen að bandaríska seðlabankanum hafi mistekist að koma stöðugleika á peningamarkaðinn í Bandaríkjunum.

"Vandamálið er að þótt seðlabankinn geri allt sem hann geti til að skapa lausafé á peningamarkaðinum er fjármálaheimurinn þannig skrúfaður saman í dag að menn geta aðeins lánað peninga ef þeir hafa þá undir höndum," segir Mehren.

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×