Viðskipti erlent

Microsoft rekur Seinfeld

Auglýsingaherferð tölvurisans Microsoft með gamanleikaranum Jerry Seinfeld hefur ekki borið árangur og því er Microsoft búið að reka Seinfeld úr starfinu eftir aðeins þrjár auglýsingar. Herferðin heldur áfram en með öðru frægu fólki í brúnni.

Auglýsingaherferðin á að kosta hátt í 30 milljara kr. en hún á að vekja athygli á Windows Vista stýrikerfinu. Seinfeld fékk rúmlega 900 milljónir kr. í sinn hlut.

Opinberlega segir Microsoft að auglýsingaherferðin sé nú að komast á nýtt stig og því hafi þeir ekki lengur þörf fyrir starfskraft Jerry Seinfeld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×