Viðskipti erlent

Fjárfestingabankar á Wall Street heyra nú sögunni til

Fjárfestingarbankar á Wall Street heyra nú sögunni til eftir að Goldman Sachs og Morgan Stanley ákváðu í gærkvöldi að engin framtíð væri í því að halda þeirri starfsemi sinni áfram.

Bandarísk stjórnvöld hafa gefið báðum þessum bönkum leyfi til þess að breyta sér yfir í viðskiptabanka.

Í umfjöllun um málið á Bloomberg-fréttaveitunni segir að þar með ljúki tuttugu ára tímabili í sögu Wall Street þar sem fjárfestingarbankar gáfu tóninn og ráðu stefnunni.

´"Þessi ákvörðun markar endilok Wall Street eins og við höfum þekkt það," segir William Isaac fyrrum stjórnarformaður tryggingarfélagsins Fedral Deposit.

Ákvörðunin leiðir til þess að bæði Goldman Sachs og Morgan Stanley geta nú byggt upp innlánastarfsemi. Það gerir þeim kleyft að styðjast við innlán í stað þess að vera háðir lánsfé en slíkt var einmitt það sem olli gjaldþroti Bear Stearns og Lehman Brothers.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×