Viðskipti erlent

Mikil uppsveifla á mörkuðum um allan heim

Fjármálamarkaðir um allan heim hafa verið í mikilli uppsveiflu í gærkvöldi, nótt og morgun. Sömu sögu er að segja í London, Moskvu og Sjanghæ og ástæðan er einkum aðgerðir í Bandaríkjunum.

Fyrir utan að pumpa þúsundum milljarða króna í markaðinn í sameiginlegri björgunaraðgerð stærstu seðlabanka heims hafa Bandaríkjamenn ákveðið að búa til nokkurskonar ruslatunnu fyrir svokölluð undirmálslán. Þeir ætla að stofna sjóð sem á að kaupa þessi lán af bönkunum. Þá ætla bæði Bandaríkjamenn og Bretar að banna svokallaðar skortsölur.

Í Asíu hefur Hang Seng vísitalan hækkað um 7%, á Wall Street hækkuðu hlutabréf mikið og þá sérstaklega í bönkunum eða um 10% að jafnaði. Dow Jones vísitalan bætti við sig rúmum 6%.

Kauphöllin í Kaupmannahöfn opnaði með 4% sveiflu uppávið í morgun og í Moskvu nemur hækkun MICEX vísitölunnar 12,5% en kauphallir í Rússlandi hafa verið lokaðar undanfarna tvo daga.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×