Fleiri fréttir Alitalia samþykkir yfirtökutilboð Air France Ítalska flugfélagið Alitalia hefur samþykkt yfirtökutilboð samkeppnisaðilans Air France fyrir 138 milljónir Evra, eða rúmlega fimmtán milljarða íslenskra króna. Ítalska ríkið sem á 49,9 prósenta hlut í flugfélaginu tókst ekki að selja fyrirtækið á síðasta ári. Taprekstur hefur verið á félaginu síðstliðin fimm ár. 16.3.2008 12:49 Áform um Virgin banka Virgin Group fyrirtæki Richard Bransons áformar að opna banka þrátt fyrir misheppnaðan Northern Rock samning samkvæmt heimildum breska blaðsins Daily Telegraph. 15.3.2008 17:20 JP Morgan útvegar Bear Stearns neyðarfjármagn Bandaríski bankinn Bear Stearns hefur fengið neyðarfjármagn til að reyna að forða bankanum frá gjaldþroti samkvæmt heimildum erlendra miðla. JP Morgan Chase mun útvega fjármagnið í 28 daga og nýtur stuðnings varasjóðs New York ríkis. JP Morgan er einnig að reyna að fá langtímafjármagn fyrir bankann. 15.3.2008 15:06 Bear Stearns berst við lausafjárvanda Bandaríski fjárfestingarbankinn Bear Stearns hefur fengið neyðarlán til næstu 28 daga hjá bandaríska fjárfestingarbankanum JP Morgan Chase og bandaríska seðlabankanum. Ástæðan er gríðarmikill lausafjárvandi hjá bankanum og eru neyðarlánin sögð þrautalending til að forða honum frá gjaldþroti. Fjölmiðlar vestanhafs segja að allt eins geti verið að JP Morgan kaupi Bear Stearns í kjölfarið. 14.3.2008 14:36 Föstudagshækkun á hlutabréfamörkuðum Helstu hlutabréfavísitölur hafa hækkað lítillega í dag. Óvæntur viðsnúningur var á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær þegar matsfyrirtækið Standard & Poor's spáði því að bankar og fjármálafyrirtæki muni draga úr afskriftum vegna gengisfellingar á verðbréfasöfnum sem tengjast bandarískum undirmálslánum. 14.3.2008 09:11 Verð á gulli komst í 1.000 dollara Heimsmarkaðsverð á gulli komst í 1000 dollara únsan í fyrsta sinn í sögunni og reiknað er með að verðið fari hækkandi í náinni framtíð. 14.3.2008 07:29 Óvæntur viðsnúningur á Wall Street Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum snéru óvænt úr dýfu í lítilsháttar uppsveiflu um fimmleytið að íslenskum tíma í dag. Dagurinn byrjaði á snarpri dýfu en snerist við eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor's greindi frá að því að á næstunni muni draga úr afskriftum banka og fjármálafyrirtækja á verðbréfasöfnum sem tengjast bandarískum undirmálslánum. Fyrirtækið sjái með öðrum orðum fram á að undirmálskreppunni ljúki á næstunni. 13.3.2008 20:32 Svartsýni í Bandaríkjunum Samdráttarskeið er runnið upp í Bandaríkjunum, að mati meirihluta þarlendra hagfræðinga í könnun bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Þeir telja hagvöxt verða um 0,1 prósent vestanhafs á fyrsta ársfjórðungi. 13.3.2008 20:16 House of Fraser opnar í High Wycombe House of Fraser opnar í dag glænýja verslun í High Wycombe. Þar mun verslunin vera með starfsemi á fjórum hæðum þar sem meðal annars verða seldar snyrtivörur, fatnað, húsgöng og heimilisvörur, með mörgum vörumerkjum sem hingað til hafa ekki fengist í borginni, samkvæmt fréttatilkynningu frá Baugi Group. Í versluninni munu Caffé Nero og Café Zest einnig reka veitingasölu. 13.3.2008 15:11 Gullverð í methæðum og hlutabréfin niður Heimsmarkaðsverð á gulli fór í 1.000 dali á únsu í fyrsta sinn í dag. Reiknað hafði verið með því að gullverðið næðu þessu marki á næstu mánuðunum. Svo virðist hins vegar sem fjárfestar hafi keyrt verðið upp mun hraðar en gert hafði verið ráð fyrir eftir því sem kreppt hefur að á fjármálamörkuðum. 13.3.2008 14:00 Heimsmarkaðsverð á olíu yfir 110 dollara Heimsmarkaðsverð á olíu sló enn eitt metið í gær þegar tunnan fór yfir 110 dollara. Er þetta sjötti dagurinn í röð sem met þetta er slegið. 13.3.2008 08:03 Lækkun á mörkuðum í Bandaríkjunum Ekki varð áframhald á hækkunum á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag eftir miklar hækkanir í gær. 12.3.2008 22:39 Olíuverðið nálægt hæstu hæðum Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í tæpa 110 dali á tunnu í nótt . Það hefur lækkað lítillega og stendur nú í um 109 dölum. Verðið hefur aldrei verið hærra. Lækkun á gengi bandaríkjadals skýrir verðhækkunina á olíudropanum upp á síðkastið auk þess sem fjárfestar hafa í auknum mæli fest fé sitt á hrávörumarkaði eftir því sem hallað hefur undan fæti á hlutabréfamarkaði. 12.3.2008 11:04 Uppsveifla á mörkuðum í Asíu Markaðir í Asíu hafa verið í uppsveiflu í morgun og hefur Nikkei-vísitalan í Japan hækkað um 2,7% og svipað er að segja um aðrar kauphallir í álfunni. 12.3.2008 08:13 Öldungurinn kippti „unglingnum“ úr efsta sæti Bandaríska fjármálatímaritið Forbes krýndi öldunginn Warren Buffett auðugasta einstakling heims í síðustu viku og velti hann spilafélaga sínum, yfirnerðinum Bill Gates, úr toppsætinu. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson rýndi í listann yfir hundrað ríkustu manneskjur í heimi og komst að því að meðalaldurinn er hár og konurnar afar fáar. 12.3.2008 00:01 Mynd af milljarðamæringi Warren Buffett fæddist í borginni Omaha í Nebraskaríki 30. ágúst árið 1930 og hefur alið allan sinn aldur í heimabænum. Buffett verður þessu samkvæmt 78 ára á þessu ári. Eins og fram kemur annars staðar á síðunni er hann síður en svo í eldri kantinum í hópi ríkustu manna heims. 12.3.2008 00:01 Markaðir vestra bregðast vel við ákvörðun Seðlabankans Markaðir í Bandaríkjunum tóku vel tíðindum frá Seðlabanka landsins um að dæla um tvö hundruð milljörðum dollara inn í bankakerfið til þess að bregðast við lausafjárskorti. 11.3.2008 23:23 Nokia fellur á hlutabréfamörkuðum Hlutabréf í Nokia féllu í verði um tæp fimm prósent eftir að Texas Instruments, annar stærsti framleiðandi örflaga í farsíma, lækkaði áætlanir fyrir hagnað og tekjur fyrir fyrsta ársfjórðung. 11.3.2008 17:14 Olíuverðið skaust í sögulegar hæðir Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í sögulegar hæðir í dag þegar það fór yfir 108 dali á tunnu. Enn einn skellur var á bandarískum hlutabréfamarkaði sem endurspeglar dræmar horfur fjárfesta í efnahagsmálum. 10.3.2008 21:29 Mánudagsmæða á öllum hlutabréfamörkuðum Gengi hlutabréfa hefur lækkað á mörkuðum í Asíu og í Evrópu í dag. Fjárfestar í Asíu hafa vaxandi áhyggjur af stöðu efnahagsmála í Bandaríkjunum sem geti haft áhrif á helstu viðskiptalönd, sérstaklega í Asíu. 10.3.2008 09:39 Dýrasta villa Danmerkur til sölu Þrátt fyrir að fasteignamarkaðurinn víða um heim hafi tekið dýfur undanfarið er enn hægt að eyða dágóðum upphæðum í húsakaup, hafi maður áhuga. Nú er til sölu í Danmörku dýrasta einbýlishús sem sögur fara af þar í landi. Verðmiðinn er litlar 60 milljónir danskar, eða 846 milljónir íslenskra króna. 8.3.2008 11:46 Smáfyrirtæki ræðst gegn SAS Óli Tynes skrifar frá Svíþjóð. Agnarlítið fyrirtæki í Hróarskeldu í Danmörku hefur höfðað mál á hendur SAS flugfélaginu fyrir meintan þjófnað á einkaleyfi. 8.3.2008 09:49 Seðlabankastjórarnir ósammála Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er sagður undrast vaxtaákvörðunarstefnu evrópska seðlabankans. Bandaríski bankinn hefur lækkað stýrivexti ört frá því seint á síðasta ári, þar af um 1,5 prósent frá áramótum, til að komast hjá efnahagssamdrætti og fylla í lausafjárþurrðina sem hefur plagað banka og fjármálafyrirtæki. Evrópski bankinn hefur á sama tíma haldið stýrivöxtunum óbreyttum á sama tíma. 8.3.2008 08:19 Þingmenn rannsaka laun forstjóranna á Wall Street Bandaríska þingið ætlar að fara í saumana á launakjörum forstjóranna á Wall Street. Á tíma og félögin á Wall Street tapa milljörðum dollara halda forstjórar þeirra áfram að fá bónusa í milljónum dollara talið. 7.3.2008 11:14 Óbreyttir stýrivextir í Japan í skugga gengisfalls Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum þrátt fyrir lausafjárþurrð og mikla gengislækkun í kauphöllinni í Tókýó. Nikkei-vísitalan féll um 3,3 prósent í morgun. 7.3.2008 09:16 Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað um hádegisbil í dag að halda stýrivöxtum á evrusvæðinu óbreyttum í 4 prósentum. Þetta er í samræmi við spár en þvert á vaxtaþróunina í Bandaríkjunum og í Kanada. Þar hafa seðlabankar lækkað vextina umtalsvert í kjölfar lausafjárþurrðar og hrakspár um hugsanlegan efnahagssamdrátt. Þá hafa Bretar sömuleiðis lækkað stýrivexti af sömu sökum þrátt fyrir að hafa ákveðið að halda þeim óbreyttum í dag. 6.3.2008 12:57 Stýrivextir óbreyttir í Bretlandi Englandsbanki ákvað eftir fund sinn í dag að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum í 5,25 prósentum. Þetta er í samræmi við væntingar markaðsaðila. 6.3.2008 12:18 Verð á áli hefur hækkað um 34% frá áramótum Verð á áli hefur hækkað um 34% það sem af er þessu ári, að miklu leiti vegna raskana á framleiðslu í Kína og Suður Afríku. 6.3.2008 11:26 Góður gangur hjá fríblöðunum í Danmörku Febrúar var góður mánuður fyrir fríblöðin í Danmörku sem öll mældust með aukinn lestur. 6.3.2008 10:37 Moskva er nú orðin höfuðborg milljarðamæringa Moskva er nú orðin höfuðborg milljarðamæringa í dollurum talið en alls búa nú 74 slíkir í borginni. 6.3.2008 07:49 Olíuverð slær nýtt met eftir ákvörðun OPEC OPEC löndin ákváðu á fundi sínum í Ausutrríki í gær, að auka ekki framleiðslu sína á olíu. 6.3.2008 07:27 Bill Gates er ekki lengur ríkasti maður heimsins Bill Gates stofnandi Microsoft er dottinn af stallinum sem ríkasti maður heims eftir að hafa trónað þar undanfarin 13 ár. Samkvæmt árlegum lista Forbes tímaritsins er ofurfjárfestirinn Warren Buffett nú ríkasti maður heims. 6.3.2008 07:24 Olíuframleiðslan óbreytt þrátt fyrir verðhækkanir Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um rúma þrjú prósent og fór í 102 dali á tunni í dag eftir að Samtök olíuútflutningsríkja (OPEC) ákváðu á fundi sínum í Vín í Austurríki að halda framleiðslunni óbreyttri. 5.3.2008 16:39 Dollarinn stígur upp af botninum Gengi bandaríkjadals hefur styrkst lítillega í dag gagnvart evru, sem hefur veikst lítilleg á móti. Dollarinn var í sögulegum botni gagnvart evrunni á mánudag og kostaði ein evra þá 1,528 dali og hafði aldrei verið dýrari. Væntingar um hugsanlega veikingu evrunnar á næstu misserum eiga sinn þátt í þróuninni. 5.3.2008 09:18 Sjælsö Gruppen skilar 14 milljarða króna hagnaði Þrátt fyrir mikið umrót á fasteignamarkaðinum í Danmörku tókst fasteignafélaginu Sjælsö Gruppen að skila hagnaði, fyrir skatt, upp á um 14 milljarða króna á síðasta ári. Eignarhaldsfélagið Samson er stór hluthafi í Sjælsø Gruppen gegnum félagið SG Nord Holding A/S. 4.3.2008 09:18 Buffet segir Bandaríkin í kreppu Warren Buffet, þriðji ríkasti maður jarðarinnar, segir að kreppuástand sé í Bandaríkjunum um þessar mundir. Hann segir að hver heilvita maður hljóti að sjá að krepputímar séu uppi þó að venjulega sé miðað við að verg landsframleiðsla minnki tvo ársfjórðunga í röð, en það hefur ekki gerst enn. 3.3.2008 15:13 Umboðsfyrirtæki keypt fyrir 30 milljónir punda Umboðsskrifstofan James Grant hefur keypt umboðsfyrirtækið sem stendur að baki Simon Cowell fyrir um 30 milljónir punda. James Grant er meðal annars með Wayne Rooney á sínum snærum. 3.3.2008 14:13 Barclays í útrás í Rússlandi Breski bankinn Barclays hefur keypt rússneska bankann Expobank fyrir tæpa fimmtíu milljarða íslenskra króna. Barclays ætla sér með þessum viðskiptum að gera sig gildandi á rússneska markaðinum en Expobank hefur aðallega einbeitt sér að því að koma sér fyrir í vesturhluta Rússlands í Pétursborg og Moskvu 3.3.2008 13:44 HSBC afskrifar 1.100 milljarða króna Breski bankinn HSBC, einn af stærstu bönkum Evrópu, hagnaðist um 12,2 milljarða punda, jafnvirði 1.600 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er tíu prósenta aukning frá í hitteðfyrra. 3.3.2008 09:33 Markaðir í Asíu tóku dýfu í morgun Markaðir í Asíu hafa tekið mikla dýfu í morgun. Nikkei-vísitalan í Japan hefur lækkað um 4% og úrvalsvísitalan í Ástralíu um 3%. 3.3.2008 07:49 Innkalla næstum allar tegundir Heparin Einungis einum degi eftir að bandaríska lyfjafyrirtækið Baxter innkallaði blóðþynningalyfið Heparin kom í ljós að einn sjúklingur til viðbótar hafði látið lífið af völdum þess. 2.3.2008 21:06 Airbus fagnar samningi við Bandaríkin EADS sem framleiðir Airbus farþegaþoturnar í Evrópu fagnar því að hafa gert samning við Bandaríkjastjórn um smíði eldsneytisflugvéla fyrir bandaríska herinn. Samningurinn er áfall fyrir Boeing verksmiðjurnar í Bandaríkjunum. 2.3.2008 14:31 Er Heathrow tilbúinn fyrir flugtak? Flugstöðvarbygging 5 á Heathrow flugvelli í London hefur kostað 285 milljarða króna og tekið 60 þúsund iðnaðarmenn sex ár í byggingu. Nú er innan við mánuður þar til fyrirhugað er að Elísabet Bretadrottning opni bygginguna. Bresku flugmálayfirvöldin BAA vonast til að flugstöðvarbyggingin muni sanna fyrir umheiminum að þau séu fær um að koma flugvellinum aftur á kortið sem góðum flugvelli. 2.3.2008 12:14 Bílaverksmiðjum lokað vegna verkfalls í Bandaríkjunum Skortur á varahlutum vegna verkfalls tveggja birgðasala er farið að bitna á bílaframleiðslu General Motors og Chrysler bílaframleiðendanna. GM sagði í gær að þeir myndu leggja niður starfsemi þriggja pallbílaverksmiðja í Fort Wayne í Indiana, Flint í Michican og Oshawa í Ontario, vegna skorts á varahlutum frá American Axle & Manufacturing holdings Inc. 1.3.2008 17:36 Mannleg mistök orsökuðu rafmagnsleysi 2,5 milljón manns Bandaríska orkufyrirtækið Florida Power and Light segir mannleg mistök hafa átt sér stað þegar meira en tvær og hálf milljón viðskiptavina þeirra urðu rafmagnslausir vegna bilunar. Tveggja síðna bráðabirgðaskýrsla var gefin út um málið þar sem sökinni er skellt á viðgerðarmann sem var að rannsaka bilaðan rofa í rafstöð vestur af Miami. 1.3.2008 15:47 Sjá næstu 50 fréttir
Alitalia samþykkir yfirtökutilboð Air France Ítalska flugfélagið Alitalia hefur samþykkt yfirtökutilboð samkeppnisaðilans Air France fyrir 138 milljónir Evra, eða rúmlega fimmtán milljarða íslenskra króna. Ítalska ríkið sem á 49,9 prósenta hlut í flugfélaginu tókst ekki að selja fyrirtækið á síðasta ári. Taprekstur hefur verið á félaginu síðstliðin fimm ár. 16.3.2008 12:49
Áform um Virgin banka Virgin Group fyrirtæki Richard Bransons áformar að opna banka þrátt fyrir misheppnaðan Northern Rock samning samkvæmt heimildum breska blaðsins Daily Telegraph. 15.3.2008 17:20
JP Morgan útvegar Bear Stearns neyðarfjármagn Bandaríski bankinn Bear Stearns hefur fengið neyðarfjármagn til að reyna að forða bankanum frá gjaldþroti samkvæmt heimildum erlendra miðla. JP Morgan Chase mun útvega fjármagnið í 28 daga og nýtur stuðnings varasjóðs New York ríkis. JP Morgan er einnig að reyna að fá langtímafjármagn fyrir bankann. 15.3.2008 15:06
Bear Stearns berst við lausafjárvanda Bandaríski fjárfestingarbankinn Bear Stearns hefur fengið neyðarlán til næstu 28 daga hjá bandaríska fjárfestingarbankanum JP Morgan Chase og bandaríska seðlabankanum. Ástæðan er gríðarmikill lausafjárvandi hjá bankanum og eru neyðarlánin sögð þrautalending til að forða honum frá gjaldþroti. Fjölmiðlar vestanhafs segja að allt eins geti verið að JP Morgan kaupi Bear Stearns í kjölfarið. 14.3.2008 14:36
Föstudagshækkun á hlutabréfamörkuðum Helstu hlutabréfavísitölur hafa hækkað lítillega í dag. Óvæntur viðsnúningur var á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær þegar matsfyrirtækið Standard & Poor's spáði því að bankar og fjármálafyrirtæki muni draga úr afskriftum vegna gengisfellingar á verðbréfasöfnum sem tengjast bandarískum undirmálslánum. 14.3.2008 09:11
Verð á gulli komst í 1.000 dollara Heimsmarkaðsverð á gulli komst í 1000 dollara únsan í fyrsta sinn í sögunni og reiknað er með að verðið fari hækkandi í náinni framtíð. 14.3.2008 07:29
Óvæntur viðsnúningur á Wall Street Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum snéru óvænt úr dýfu í lítilsháttar uppsveiflu um fimmleytið að íslenskum tíma í dag. Dagurinn byrjaði á snarpri dýfu en snerist við eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor's greindi frá að því að á næstunni muni draga úr afskriftum banka og fjármálafyrirtækja á verðbréfasöfnum sem tengjast bandarískum undirmálslánum. Fyrirtækið sjái með öðrum orðum fram á að undirmálskreppunni ljúki á næstunni. 13.3.2008 20:32
Svartsýni í Bandaríkjunum Samdráttarskeið er runnið upp í Bandaríkjunum, að mati meirihluta þarlendra hagfræðinga í könnun bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Þeir telja hagvöxt verða um 0,1 prósent vestanhafs á fyrsta ársfjórðungi. 13.3.2008 20:16
House of Fraser opnar í High Wycombe House of Fraser opnar í dag glænýja verslun í High Wycombe. Þar mun verslunin vera með starfsemi á fjórum hæðum þar sem meðal annars verða seldar snyrtivörur, fatnað, húsgöng og heimilisvörur, með mörgum vörumerkjum sem hingað til hafa ekki fengist í borginni, samkvæmt fréttatilkynningu frá Baugi Group. Í versluninni munu Caffé Nero og Café Zest einnig reka veitingasölu. 13.3.2008 15:11
Gullverð í methæðum og hlutabréfin niður Heimsmarkaðsverð á gulli fór í 1.000 dali á únsu í fyrsta sinn í dag. Reiknað hafði verið með því að gullverðið næðu þessu marki á næstu mánuðunum. Svo virðist hins vegar sem fjárfestar hafi keyrt verðið upp mun hraðar en gert hafði verið ráð fyrir eftir því sem kreppt hefur að á fjármálamörkuðum. 13.3.2008 14:00
Heimsmarkaðsverð á olíu yfir 110 dollara Heimsmarkaðsverð á olíu sló enn eitt metið í gær þegar tunnan fór yfir 110 dollara. Er þetta sjötti dagurinn í röð sem met þetta er slegið. 13.3.2008 08:03
Lækkun á mörkuðum í Bandaríkjunum Ekki varð áframhald á hækkunum á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag eftir miklar hækkanir í gær. 12.3.2008 22:39
Olíuverðið nálægt hæstu hæðum Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í tæpa 110 dali á tunnu í nótt . Það hefur lækkað lítillega og stendur nú í um 109 dölum. Verðið hefur aldrei verið hærra. Lækkun á gengi bandaríkjadals skýrir verðhækkunina á olíudropanum upp á síðkastið auk þess sem fjárfestar hafa í auknum mæli fest fé sitt á hrávörumarkaði eftir því sem hallað hefur undan fæti á hlutabréfamarkaði. 12.3.2008 11:04
Uppsveifla á mörkuðum í Asíu Markaðir í Asíu hafa verið í uppsveiflu í morgun og hefur Nikkei-vísitalan í Japan hækkað um 2,7% og svipað er að segja um aðrar kauphallir í álfunni. 12.3.2008 08:13
Öldungurinn kippti „unglingnum“ úr efsta sæti Bandaríska fjármálatímaritið Forbes krýndi öldunginn Warren Buffett auðugasta einstakling heims í síðustu viku og velti hann spilafélaga sínum, yfirnerðinum Bill Gates, úr toppsætinu. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson rýndi í listann yfir hundrað ríkustu manneskjur í heimi og komst að því að meðalaldurinn er hár og konurnar afar fáar. 12.3.2008 00:01
Mynd af milljarðamæringi Warren Buffett fæddist í borginni Omaha í Nebraskaríki 30. ágúst árið 1930 og hefur alið allan sinn aldur í heimabænum. Buffett verður þessu samkvæmt 78 ára á þessu ári. Eins og fram kemur annars staðar á síðunni er hann síður en svo í eldri kantinum í hópi ríkustu manna heims. 12.3.2008 00:01
Markaðir vestra bregðast vel við ákvörðun Seðlabankans Markaðir í Bandaríkjunum tóku vel tíðindum frá Seðlabanka landsins um að dæla um tvö hundruð milljörðum dollara inn í bankakerfið til þess að bregðast við lausafjárskorti. 11.3.2008 23:23
Nokia fellur á hlutabréfamörkuðum Hlutabréf í Nokia féllu í verði um tæp fimm prósent eftir að Texas Instruments, annar stærsti framleiðandi örflaga í farsíma, lækkaði áætlanir fyrir hagnað og tekjur fyrir fyrsta ársfjórðung. 11.3.2008 17:14
Olíuverðið skaust í sögulegar hæðir Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í sögulegar hæðir í dag þegar það fór yfir 108 dali á tunnu. Enn einn skellur var á bandarískum hlutabréfamarkaði sem endurspeglar dræmar horfur fjárfesta í efnahagsmálum. 10.3.2008 21:29
Mánudagsmæða á öllum hlutabréfamörkuðum Gengi hlutabréfa hefur lækkað á mörkuðum í Asíu og í Evrópu í dag. Fjárfestar í Asíu hafa vaxandi áhyggjur af stöðu efnahagsmála í Bandaríkjunum sem geti haft áhrif á helstu viðskiptalönd, sérstaklega í Asíu. 10.3.2008 09:39
Dýrasta villa Danmerkur til sölu Þrátt fyrir að fasteignamarkaðurinn víða um heim hafi tekið dýfur undanfarið er enn hægt að eyða dágóðum upphæðum í húsakaup, hafi maður áhuga. Nú er til sölu í Danmörku dýrasta einbýlishús sem sögur fara af þar í landi. Verðmiðinn er litlar 60 milljónir danskar, eða 846 milljónir íslenskra króna. 8.3.2008 11:46
Smáfyrirtæki ræðst gegn SAS Óli Tynes skrifar frá Svíþjóð. Agnarlítið fyrirtæki í Hróarskeldu í Danmörku hefur höfðað mál á hendur SAS flugfélaginu fyrir meintan þjófnað á einkaleyfi. 8.3.2008 09:49
Seðlabankastjórarnir ósammála Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er sagður undrast vaxtaákvörðunarstefnu evrópska seðlabankans. Bandaríski bankinn hefur lækkað stýrivexti ört frá því seint á síðasta ári, þar af um 1,5 prósent frá áramótum, til að komast hjá efnahagssamdrætti og fylla í lausafjárþurrðina sem hefur plagað banka og fjármálafyrirtæki. Evrópski bankinn hefur á sama tíma haldið stýrivöxtunum óbreyttum á sama tíma. 8.3.2008 08:19
Þingmenn rannsaka laun forstjóranna á Wall Street Bandaríska þingið ætlar að fara í saumana á launakjörum forstjóranna á Wall Street. Á tíma og félögin á Wall Street tapa milljörðum dollara halda forstjórar þeirra áfram að fá bónusa í milljónum dollara talið. 7.3.2008 11:14
Óbreyttir stýrivextir í Japan í skugga gengisfalls Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum þrátt fyrir lausafjárþurrð og mikla gengislækkun í kauphöllinni í Tókýó. Nikkei-vísitalan féll um 3,3 prósent í morgun. 7.3.2008 09:16
Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað um hádegisbil í dag að halda stýrivöxtum á evrusvæðinu óbreyttum í 4 prósentum. Þetta er í samræmi við spár en þvert á vaxtaþróunina í Bandaríkjunum og í Kanada. Þar hafa seðlabankar lækkað vextina umtalsvert í kjölfar lausafjárþurrðar og hrakspár um hugsanlegan efnahagssamdrátt. Þá hafa Bretar sömuleiðis lækkað stýrivexti af sömu sökum þrátt fyrir að hafa ákveðið að halda þeim óbreyttum í dag. 6.3.2008 12:57
Stýrivextir óbreyttir í Bretlandi Englandsbanki ákvað eftir fund sinn í dag að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum í 5,25 prósentum. Þetta er í samræmi við væntingar markaðsaðila. 6.3.2008 12:18
Verð á áli hefur hækkað um 34% frá áramótum Verð á áli hefur hækkað um 34% það sem af er þessu ári, að miklu leiti vegna raskana á framleiðslu í Kína og Suður Afríku. 6.3.2008 11:26
Góður gangur hjá fríblöðunum í Danmörku Febrúar var góður mánuður fyrir fríblöðin í Danmörku sem öll mældust með aukinn lestur. 6.3.2008 10:37
Moskva er nú orðin höfuðborg milljarðamæringa Moskva er nú orðin höfuðborg milljarðamæringa í dollurum talið en alls búa nú 74 slíkir í borginni. 6.3.2008 07:49
Olíuverð slær nýtt met eftir ákvörðun OPEC OPEC löndin ákváðu á fundi sínum í Ausutrríki í gær, að auka ekki framleiðslu sína á olíu. 6.3.2008 07:27
Bill Gates er ekki lengur ríkasti maður heimsins Bill Gates stofnandi Microsoft er dottinn af stallinum sem ríkasti maður heims eftir að hafa trónað þar undanfarin 13 ár. Samkvæmt árlegum lista Forbes tímaritsins er ofurfjárfestirinn Warren Buffett nú ríkasti maður heims. 6.3.2008 07:24
Olíuframleiðslan óbreytt þrátt fyrir verðhækkanir Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um rúma þrjú prósent og fór í 102 dali á tunni í dag eftir að Samtök olíuútflutningsríkja (OPEC) ákváðu á fundi sínum í Vín í Austurríki að halda framleiðslunni óbreyttri. 5.3.2008 16:39
Dollarinn stígur upp af botninum Gengi bandaríkjadals hefur styrkst lítillega í dag gagnvart evru, sem hefur veikst lítilleg á móti. Dollarinn var í sögulegum botni gagnvart evrunni á mánudag og kostaði ein evra þá 1,528 dali og hafði aldrei verið dýrari. Væntingar um hugsanlega veikingu evrunnar á næstu misserum eiga sinn þátt í þróuninni. 5.3.2008 09:18
Sjælsö Gruppen skilar 14 milljarða króna hagnaði Þrátt fyrir mikið umrót á fasteignamarkaðinum í Danmörku tókst fasteignafélaginu Sjælsö Gruppen að skila hagnaði, fyrir skatt, upp á um 14 milljarða króna á síðasta ári. Eignarhaldsfélagið Samson er stór hluthafi í Sjælsø Gruppen gegnum félagið SG Nord Holding A/S. 4.3.2008 09:18
Buffet segir Bandaríkin í kreppu Warren Buffet, þriðji ríkasti maður jarðarinnar, segir að kreppuástand sé í Bandaríkjunum um þessar mundir. Hann segir að hver heilvita maður hljóti að sjá að krepputímar séu uppi þó að venjulega sé miðað við að verg landsframleiðsla minnki tvo ársfjórðunga í röð, en það hefur ekki gerst enn. 3.3.2008 15:13
Umboðsfyrirtæki keypt fyrir 30 milljónir punda Umboðsskrifstofan James Grant hefur keypt umboðsfyrirtækið sem stendur að baki Simon Cowell fyrir um 30 milljónir punda. James Grant er meðal annars með Wayne Rooney á sínum snærum. 3.3.2008 14:13
Barclays í útrás í Rússlandi Breski bankinn Barclays hefur keypt rússneska bankann Expobank fyrir tæpa fimmtíu milljarða íslenskra króna. Barclays ætla sér með þessum viðskiptum að gera sig gildandi á rússneska markaðinum en Expobank hefur aðallega einbeitt sér að því að koma sér fyrir í vesturhluta Rússlands í Pétursborg og Moskvu 3.3.2008 13:44
HSBC afskrifar 1.100 milljarða króna Breski bankinn HSBC, einn af stærstu bönkum Evrópu, hagnaðist um 12,2 milljarða punda, jafnvirði 1.600 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er tíu prósenta aukning frá í hitteðfyrra. 3.3.2008 09:33
Markaðir í Asíu tóku dýfu í morgun Markaðir í Asíu hafa tekið mikla dýfu í morgun. Nikkei-vísitalan í Japan hefur lækkað um 4% og úrvalsvísitalan í Ástralíu um 3%. 3.3.2008 07:49
Innkalla næstum allar tegundir Heparin Einungis einum degi eftir að bandaríska lyfjafyrirtækið Baxter innkallaði blóðþynningalyfið Heparin kom í ljós að einn sjúklingur til viðbótar hafði látið lífið af völdum þess. 2.3.2008 21:06
Airbus fagnar samningi við Bandaríkin EADS sem framleiðir Airbus farþegaþoturnar í Evrópu fagnar því að hafa gert samning við Bandaríkjastjórn um smíði eldsneytisflugvéla fyrir bandaríska herinn. Samningurinn er áfall fyrir Boeing verksmiðjurnar í Bandaríkjunum. 2.3.2008 14:31
Er Heathrow tilbúinn fyrir flugtak? Flugstöðvarbygging 5 á Heathrow flugvelli í London hefur kostað 285 milljarða króna og tekið 60 þúsund iðnaðarmenn sex ár í byggingu. Nú er innan við mánuður þar til fyrirhugað er að Elísabet Bretadrottning opni bygginguna. Bresku flugmálayfirvöldin BAA vonast til að flugstöðvarbyggingin muni sanna fyrir umheiminum að þau séu fær um að koma flugvellinum aftur á kortið sem góðum flugvelli. 2.3.2008 12:14
Bílaverksmiðjum lokað vegna verkfalls í Bandaríkjunum Skortur á varahlutum vegna verkfalls tveggja birgðasala er farið að bitna á bílaframleiðslu General Motors og Chrysler bílaframleiðendanna. GM sagði í gær að þeir myndu leggja niður starfsemi þriggja pallbílaverksmiðja í Fort Wayne í Indiana, Flint í Michican og Oshawa í Ontario, vegna skorts á varahlutum frá American Axle & Manufacturing holdings Inc. 1.3.2008 17:36
Mannleg mistök orsökuðu rafmagnsleysi 2,5 milljón manns Bandaríska orkufyrirtækið Florida Power and Light segir mannleg mistök hafa átt sér stað þegar meira en tvær og hálf milljón viðskiptavina þeirra urðu rafmagnslausir vegna bilunar. Tveggja síðna bráðabirgðaskýrsla var gefin út um málið þar sem sökinni er skellt á viðgerðarmann sem var að rannsaka bilaðan rofa í rafstöð vestur af Miami. 1.3.2008 15:47