Viðskipti erlent

Þingmenn rannsaka laun forstjóranna á Wall Street

Bandaríska þingið ætlar að fara í saumana á launakjörum forstjóranna á Wall Street. Á tíma og félögin á Wall Street tapa milljörðum dollara halda forstjórar þeirra áfram að fá bónusa í milljónum dollara talið.

Að sögn Bloomberg fréttaveitunnar eru almennir hluthafa í félögum á Wall Street búnir að fá upp í kok af miklum launa- og bónusgreiðslum til handa forstjórunum.

Að sögn Barney Frank formanns fjárlaganefndar bandaríska þingsins er vandamálið það að sama virðist hvort áhættusamar fjárfestingar gefi af sér að skapi tap. Samt sem áður halda forstjórarnir kjörum sínum.

Þeir sem kallaðir verða fyrir þingnefndina fyrsta kastið og spurðir út í launakjör sín eru Charles Prins forstjóri Citigroup, Stanley O´Neal forstjóri Merrill Lynch og Angelo Mozilo frá Countrywide Financial.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×