Fleiri fréttir Hrun á Wall Street Hlutabréf í kauphöllinni á Wall Street hrundu í dag. Helsta skýringin er fréttir af metttapi AIG tryggingafélagsinssú viðvarandi ótti um meiri samdrátt í efnahagslífinu. Dow Jones vísitalan lækkaði um 2,51%. Standard & Poor lækkaði um 2,7% og Nasdaq lækkaði um 2,58%. 29.2.2008 21:47 Skellur á bandarískum hlutabréfamarkaði Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um heil 200 stig, rúmt prósentustig við upphaf viðskiptadagsins í Bandaríkjunum í dag. Heldur blés í lækkunina eftir því sem á leið og féllu helstu vísitölurnar um 1,8 prósent að meðaltali rúmum klukkutíma síðar. 29.2.2008 15:56 Stálkóngurinn selur sumarbústaðinn sinn Lakshmi Mittal, indverski stáljöfurinn sem er einn ríkasti maður heims, hefur sett húsið sitt á sölu. Verðmiðinn er um 5,3 milljarðar króna en um er að ræða „sumarbústaðinn" hans í London en hann á annað hús í borginni sem er enn dýrara. 29.2.2008 13:49 Tryggingarisi tapar 348 milljörðum króna Bandaríski trygginga- og fjárfestingarrisinn AIG tapaði 5,3 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 348 milljörðum íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Þetta er mesta tap í sögu fyrirtækisins og langt undir væntingum markaðsaðila. Mestu munar um afskriftir fyrirtækisins á skuldabréfavafningum sem tengjast bandarískum fasteignalánum. 29.2.2008 09:36 Hagnaður Royal Bank of Scotland jókst um 18 prósent Royal Bank of Scotland, næststærsti banki Bretlandseyja, hagnaðist um 7,3 milljarða punda, jafnvirði um 950 milljarða íslenskra króna á síðasta ári samanborið við 6,2 milljarða í hitteðfyrra. 28.2.2008 09:26 Bjóða 260 milljarða kr. í tóbaksrisa British American Tobacco hefur boðist til að kaupa stærsta tóbaksfyrirtæki Norðurlandanna, Scandinavisk Tobakscompagni, á 260 milljarða króna. 28.2.2008 10:09 Formlega gengið frá samruna OMX við NASDAG Nú hefur formlega verið gengið frá samruna OMX við NASDAG og þar með hefur stærsta kauphallarfyrirtæki í heimi litið dagsins ljós. Hið nýja nafn á fyrirtækinu verður NASDAG OMX Group. Íslenska kauphöllin er hluti af hinu nýja fyrirtæki. 28.2.2008 09:21 Búist við að Bernanke lækki vexti frekar Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, ýjaði að því í dag að Seðlabankinn gæti lækkað stýrivexti enn frekar til þess að draga úr ótta við aukinn samdrátt í efnahagslífinu. 27.2.2008 21:28 Evrópusambandið sektar Microsoft um 91 milljarð Evrópusambandið hefur sektað bandaríska tölvurisann Microsoft um 899 milljónir evra, jafnvirði 91 milljarðs íslenskra króna, fyrir að framfylgja ekki tilmælum sem sambandið setti fyrirtækinu fyrir fjórum árum vegna brota á samkeppnislögum. 27.2.2008 13:42 Olíuverð í sögulegu hámarki Verð á hráolíu hefur er komið í rúma 102 dali á tunnu og hefur aldrei verið hærra. Sérfræðingar spá því að eftir því sem verðbólga aukist í Bandaríkjunum geti svo farið að tunnan fari í allt að 105 dali. 27.2.2008 11:02 Bandaríkjadalur í metlægð gagnvart evru Gengi bandaríkjadals gagnvart evru hefur hríðlækkað í kjölfar snarprar stýrivaxtalækkunar í Bandaríkjunum frá því í haust og er nú svo komið að hann hefur aldrei verið lægri gagnvart evru. Hlut að máli á sömuleiðis styrking á gengi evru, sem hefur sjaldan verið sterkara. 27.2.2008 09:14 Nordea ráðleggur fjárfestum að halda sig frá Íslandi Nordea, næststærsti banki Danmerkur, ráðleggur nú fjárfestum að halda sig frá Íslandi. 27.2.2008 08:16 Heimsmarkaðsverð á hveiti það hæsta í sögunni Heimsmarkaðsverð á hveiti hefur aldrei verið hærra í sögunni. Verðið hefur hækkað um 25% frá áramótum eftir verulegar hækkanir á síðasta ári. 27.2.2008 08:06 Hundruðum milljarða sóaðí bandarískri hugbúnaðargerð Bandaríski hugbúnaðarfræðingurinn Ken Rubin telur að hundruð milljarða, jafnvel þúsundir, fari forgörðum í bandarískri hugbúnaðargerð vegna oftrúar á langtímaáætlanir. Kostnaður næstum tvöfaldaðist í yfir helmingi hugbúnaðarverkefna í Bandaríkjunum um miðjan síðasta áratug. 27.2.2008 06:00 Danske bank á ekki bréfin „Við eigum ekki þessi bréf og við viljum ekki eiga í keppinautum,“ segir Jonas Torp, talsmaður Danske bank. Fram kom í Fréttablaðinu fyrir helgi að nafn bankans kæmi fyrir meðal stærstu hluthafa margra íslenskra félaga, eins og FL Group, Exista og SPRON. Glitnir og Bakkavör munu einnig vera í þessum hópi. 27.2.2008 06:00 Evrunefnd skilar sínu Nefnd sem viðskiptaráðherra skipaði til að fara yfir lagaumhverfi hér vegna væntanlegrar evruskráningar hlutabréfa skilar niðurstöðum sínum á morgun, fimmtudag. 27.2.2008 06:00 Northern Rock skrúfar fyrir ofurlánin Breski bankinn Northern Rock hætti í síðustu viku að veita viðskiptavinum sínum sérstök vildarkjör sem veittu þeim kost á allt að 125 prósenta láni gegn veði í fasteign. Þetta voru einhver vinsælustu lán bankans á síðasta ári, sem gáfu viðskiptavinum kost á að veðsetja sig í topp og vel það enda fengu þeir lán sem var 125 prósentum hærra en sem nam verði fasteignar þeirra. 27.2.2008 06:00 Hættir að selja Lólítu-rúmin Breska verslanakeðjan Woolworths hætti fyrr í þessum mánuði að selja svokölluð Lólítu-rúm eftir kvartanir frá samtökum foreldra þar í landi. Dagblaðið Edmonton Sun segir starfsfólk verslunarinnar ekki hafa tengt rúmin, sem heita fullu nafni Lolita Midsleeper Combi og ætluð eru stúlkum frá sex ára aldri, við samnefnda bók rithöfundarins Vladimirs Nabokov frá árinu 1955. 27.2.2008 06:00 Stjórn Moss Bros klofin í afstöðunni til Baugs Fram kemur í breskum dagblöðum í Bretlandi í morgun að stjórn herrafatakeðjunnur Moss Bros er klofin í afstöðu sinni til Baugs Group. Tvær fjölskyldur sem teljast til afkomenda stofnenda Moss Bros telja að Baugur sé að reyna að kaupa félagið á alltof ódýru verði. 26.2.2008 12:41 Visa hyggur á risavaxið frumútboð á hlutabréfum Stærsta greiðslukortafyrirtæki heims, Visa, hyggst fara í frumútboð á hlutabréfum sínum vegna ótta við að lánsfjárkrísan á alþjóðamörkuðum muni draga úr kortaveltu og koma þannig niður á hagnaði fyrirtækisins. 26.2.2008 10:36 Græn ljós kviknuðu á síðustu metrunum Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum tók kipp upp á við á síðasta hálftímanum sem markaðir voru opnir vestanhafs í dag. Stærstan þátt í viðsnúningnum á á CNBC sjónvarpsfréttastöðin vestra, sem greindi frá því skömmu fyrir lokun markaða að snemma í næstu viku verði greint frá jákvæðum fréttum sem komi skuldatryggingafyrirtækinu Ambac Financial Group til bjargar. 22.2.2008 21:32 Fjárfestar óttast samdráttarskeið Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag en fjárfestar þar telja nú meiri líkur en minni á því að samdráttarskeið sé yfirvofandi vestanhafs. 21.2.2008 21:33 Stórfelldur samdráttur hjá Société Generale Franski bankinn Socété Generale hagnaðist um 947 milljónir evra, jafnvirði 94 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári þrátt fyrir að 4,9 milljarðar evra hafi verið strikaðar út úr bókum bankans vegna taps verðbréfamiðlarans fyrrverandi, Jeróme Kerviels. Þetta er engu að síður 82 prósenta samdráttur á milli ára. 21.2.2008 08:53 Hlutabréf niður og olíuverð í methæðir Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag eftir að heimsmarkaðsverð á hráolíu fór yfir hundrað dali á tunnu. Verðið hefur aldrei verið hærra í enda dags. 19.2.2008 21:10 Góð afkoma hjá Carlsberg en samt hækkar bjórinn Búast má við að einhverjir Danir reki upp ramakvein því að bjórframleiðandinn Carlsberg tilkynnti í dag að bjórinn myndi hækka á þessu ári. 19.2.2008 17:24 Credit Suisse þarf að afskrifa 190 milljarða kr. Annar stærsti banki Sviss, Credit Suisse, hefur afskrifað eignatryggð skuldabréf fyrir rúmlega 190 milljarða kr. 19.2.2008 11:08 Olíuverðið fór aftur yfir 96 dollara Olíuverðið á markaði í Bandaríkjunum fór aftur yfir 96 dollara á tunnuna í morgun. Ástæðan er útlit fyrir að OPEC ríkin muni draga úr framleiðslu sinni á næstunni. 19.2.2008 10:50 Northern Rock verður þjóðnýttur Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, tilkynnti nú síðdegis að Northern Rock bankinn yrði þjóðnýttur. 17.2.2008 16:46 Toshiba gefst upp á HD DVD Japanska tæknifyrirtækið Toshiba hyggst gefast upp á HD DVD háskerputækninni. Tilkynningar þess efnis er að vænta á næstu dögum, hefur fréttastofa Reuters eftir heimildarmanni innan fyrirtækisins. 17.2.2008 00:01 Neytendur óttast niðurskurð og uppsagnir Sjálfstraust neytenda í Bandaríkjunum hefur ekki mælst minna í 16 ár. Ástæðan er aukin ótti um niðurskurð og uppsagnir á atvinnumarkaði, samkvæmt nýrri rannsókn Michigan háskólans í Bandaríkjunum. 16.2.2008 14:33 Bretar eyða mestu í fegrunaraðgerðir í Evrópu Bretar eru sú þjóð í Evrópu sem eyða mestum fjármunum í fegrunaraðgerðir af ýmsu tagi svo sem brjóstastækkun og fitusog. Alls eyddu Bretar rúmlega 65 milljörðum kr. í slíkar aðgerðir árið 2006. 15.2.2008 15:46 Mikil söluaukning en vonbrigði með hagnað Betsson Mikil söluaukning hefur verið hjá veðmálafyrirtækinu Betsson og mælist hún 121% á milli ára. Aukningin frá þriðja til fjórða fjórðungs er 15%. Hagnaður ársins var um 180 milljónum skr. eða um 1,8 milljarði kr. sem er næstum sex sinnum meiri hagnaður en árið áður. 15.2.2008 13:59 Danski skatturinn finnur tugi milljarða á leynireikningum Dönsk skattayfirvöld hafa fundið 5 milljarða dkr. eða rúmlega 60 milljarða kr. sem liggja á leynireikningum víða um heiminn en þó yfirleitt í svokölluðum skattaparadísum. Í fjölda tilvika geta viðkomandi danskir eigendur þessara reikninga átt yfir höfði sér fangelsisdóma fyrir skattsvik. 15.2.2008 12:44 Methagnaður hjá Commerzbank þrátt fyrir afskriftir Commerzbank, næststærsti banki Þýskaland, sem FL Group átti stóran hlut í um tíma, skilaði rúmlega 1,9 milljarða evra hagnaði á síðasta ári. Þetta jafngildir rúmum 188 milljörðum íslenskra króna, sem er mesti hagnaður í sögu bankans. 15.2.2008 09:34 Óbreyttir stýrivextir í Japan Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentustigum. Þetta er í takt við væntingar markaðsaðila. 15.2.2008 09:03 Slæmar efnahagshorfur í Bandaríkjunum Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í dag útlit fyrir slæmar efnahagshorfur í Bandaríkjunum og muni seðlabankinn vera reiðubúinn til að lækka stýrivexti frekar til að bregðast við ástandinu til að sporna við því. 14.2.2008 15:27 Verðbólga í Zimbabve í himinhæðum Verðbólga í Afríkuríkinu Zimbabve er komin langt upp fyrir Himnaríki en hún mældist 66.212,3 prósent í desember í fyrra, samkvæmt upplýsingum hagstofunnar þar í landi. 14.2.2008 13:56 Efnaðar stjörnur finna fyrir fasteignakreppunni Fasteignakreppan í Bandaríkjunum hefur nú náð til efnaðra og þekktra stjarna í Hollywood og nágrenni. Að sögn tímaritsins Forbes tapa stjörnurnar nú háum upphæðum á húseignum sínum, það er ef eignirnar á annað borð seljast. 14.2.2008 13:39 Phil & Sön rekur Dani og ræður Pólverja í vinnu Verktakafyrirtækið E. Phil & Sön í Danmörku hefur rekið danska verkamenn sín og ráðið pólska í staðinn við vinnu við byggingu Copenhagen Towers í Örestaden. Um er að ræða eitt stærsta byggingarverkefnið í Kaupmannahöfn í ár. 14.2.2008 12:16 Fyrsta tap í sögu UBS Svissneski risabankinn UBS tapaði 4,4 milljörðum franka, jafnvirði tæpra 300 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári samanborið við 12,3 milljarða franka hagnað í hitteðfyrra. Tapið, sem er það fyrsta í sögu bankans, er tilkomið vegna afskrifta á lánavöndlum upp á 26,6 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 1.800 milljarða íslenskra króna. 14.2.2008 09:50 Playboy hrapar á Wall Street Hlutir í Playboy féllu um meir en 10% á Wall Street í gærdag í kjölfar þess að uppgjör félagsins fyrir fjórða ársfjóðung á síðasta ári var birt. 14.2.2008 09:43 Bandaríkjamenn bíða smásölutalna Reiknað er með að hlutabréf í Bandaríkjunum muni almennt hækka í dag eftir þeysireið víða um heim í gær. Inn í væntingarnar spila birting talna um veltu í smásöluverslun vestanhafs í síðasta mánuði. 13.2.2008 13:23 Nýmarkaðsríkin næm fyrir samdrætti Nýmarkaðsríki munu ekki verða ónæm fyrir efnahagssamdrætti stærri hagkerfa. Þetta sagði Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í ræðu sem hann hélt á Indlandi. Skýringing er sterk tenging nýmarksríkjanna við stærstu iðnríki heims. 13.2.2008 11:31 Afkoma Storebrand talsvert yfir væntingum Norska fjármálafyrirtækið Storebrand hagnaðist um 675,8 milljónir norskra króna, 8,3 milljarða íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi. Þetta er talsvert yfir væntingum. Kaupþing og Exista eiga tæp þrjátíu prósent í fyrirtækinu. 13.2.2008 09:09 Við núllið í Bandaríkjunum Helstu hlutabréfavísitölur leituðu jafnvægis í átt til núllsins eftir stökk uppá við í upphafi viðskiptadagsins í kjölfar þess að auðkýfingurinn Warren Buffett, einn af ríkustu mönnum heims, bauðst til að baktryggja nokkur af stærstu skuldatryggingafyrirtækjum Bandaríkjanna. 12.2.2008 21:04 Sjá næstu 50 fréttir
Hrun á Wall Street Hlutabréf í kauphöllinni á Wall Street hrundu í dag. Helsta skýringin er fréttir af metttapi AIG tryggingafélagsinssú viðvarandi ótti um meiri samdrátt í efnahagslífinu. Dow Jones vísitalan lækkaði um 2,51%. Standard & Poor lækkaði um 2,7% og Nasdaq lækkaði um 2,58%. 29.2.2008 21:47
Skellur á bandarískum hlutabréfamarkaði Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um heil 200 stig, rúmt prósentustig við upphaf viðskiptadagsins í Bandaríkjunum í dag. Heldur blés í lækkunina eftir því sem á leið og féllu helstu vísitölurnar um 1,8 prósent að meðaltali rúmum klukkutíma síðar. 29.2.2008 15:56
Stálkóngurinn selur sumarbústaðinn sinn Lakshmi Mittal, indverski stáljöfurinn sem er einn ríkasti maður heims, hefur sett húsið sitt á sölu. Verðmiðinn er um 5,3 milljarðar króna en um er að ræða „sumarbústaðinn" hans í London en hann á annað hús í borginni sem er enn dýrara. 29.2.2008 13:49
Tryggingarisi tapar 348 milljörðum króna Bandaríski trygginga- og fjárfestingarrisinn AIG tapaði 5,3 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 348 milljörðum íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Þetta er mesta tap í sögu fyrirtækisins og langt undir væntingum markaðsaðila. Mestu munar um afskriftir fyrirtækisins á skuldabréfavafningum sem tengjast bandarískum fasteignalánum. 29.2.2008 09:36
Hagnaður Royal Bank of Scotland jókst um 18 prósent Royal Bank of Scotland, næststærsti banki Bretlandseyja, hagnaðist um 7,3 milljarða punda, jafnvirði um 950 milljarða íslenskra króna á síðasta ári samanborið við 6,2 milljarða í hitteðfyrra. 28.2.2008 09:26
Bjóða 260 milljarða kr. í tóbaksrisa British American Tobacco hefur boðist til að kaupa stærsta tóbaksfyrirtæki Norðurlandanna, Scandinavisk Tobakscompagni, á 260 milljarða króna. 28.2.2008 10:09
Formlega gengið frá samruna OMX við NASDAG Nú hefur formlega verið gengið frá samruna OMX við NASDAG og þar með hefur stærsta kauphallarfyrirtæki í heimi litið dagsins ljós. Hið nýja nafn á fyrirtækinu verður NASDAG OMX Group. Íslenska kauphöllin er hluti af hinu nýja fyrirtæki. 28.2.2008 09:21
Búist við að Bernanke lækki vexti frekar Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, ýjaði að því í dag að Seðlabankinn gæti lækkað stýrivexti enn frekar til þess að draga úr ótta við aukinn samdrátt í efnahagslífinu. 27.2.2008 21:28
Evrópusambandið sektar Microsoft um 91 milljarð Evrópusambandið hefur sektað bandaríska tölvurisann Microsoft um 899 milljónir evra, jafnvirði 91 milljarðs íslenskra króna, fyrir að framfylgja ekki tilmælum sem sambandið setti fyrirtækinu fyrir fjórum árum vegna brota á samkeppnislögum. 27.2.2008 13:42
Olíuverð í sögulegu hámarki Verð á hráolíu hefur er komið í rúma 102 dali á tunnu og hefur aldrei verið hærra. Sérfræðingar spá því að eftir því sem verðbólga aukist í Bandaríkjunum geti svo farið að tunnan fari í allt að 105 dali. 27.2.2008 11:02
Bandaríkjadalur í metlægð gagnvart evru Gengi bandaríkjadals gagnvart evru hefur hríðlækkað í kjölfar snarprar stýrivaxtalækkunar í Bandaríkjunum frá því í haust og er nú svo komið að hann hefur aldrei verið lægri gagnvart evru. Hlut að máli á sömuleiðis styrking á gengi evru, sem hefur sjaldan verið sterkara. 27.2.2008 09:14
Nordea ráðleggur fjárfestum að halda sig frá Íslandi Nordea, næststærsti banki Danmerkur, ráðleggur nú fjárfestum að halda sig frá Íslandi. 27.2.2008 08:16
Heimsmarkaðsverð á hveiti það hæsta í sögunni Heimsmarkaðsverð á hveiti hefur aldrei verið hærra í sögunni. Verðið hefur hækkað um 25% frá áramótum eftir verulegar hækkanir á síðasta ári. 27.2.2008 08:06
Hundruðum milljarða sóaðí bandarískri hugbúnaðargerð Bandaríski hugbúnaðarfræðingurinn Ken Rubin telur að hundruð milljarða, jafnvel þúsundir, fari forgörðum í bandarískri hugbúnaðargerð vegna oftrúar á langtímaáætlanir. Kostnaður næstum tvöfaldaðist í yfir helmingi hugbúnaðarverkefna í Bandaríkjunum um miðjan síðasta áratug. 27.2.2008 06:00
Danske bank á ekki bréfin „Við eigum ekki þessi bréf og við viljum ekki eiga í keppinautum,“ segir Jonas Torp, talsmaður Danske bank. Fram kom í Fréttablaðinu fyrir helgi að nafn bankans kæmi fyrir meðal stærstu hluthafa margra íslenskra félaga, eins og FL Group, Exista og SPRON. Glitnir og Bakkavör munu einnig vera í þessum hópi. 27.2.2008 06:00
Evrunefnd skilar sínu Nefnd sem viðskiptaráðherra skipaði til að fara yfir lagaumhverfi hér vegna væntanlegrar evruskráningar hlutabréfa skilar niðurstöðum sínum á morgun, fimmtudag. 27.2.2008 06:00
Northern Rock skrúfar fyrir ofurlánin Breski bankinn Northern Rock hætti í síðustu viku að veita viðskiptavinum sínum sérstök vildarkjör sem veittu þeim kost á allt að 125 prósenta láni gegn veði í fasteign. Þetta voru einhver vinsælustu lán bankans á síðasta ári, sem gáfu viðskiptavinum kost á að veðsetja sig í topp og vel það enda fengu þeir lán sem var 125 prósentum hærra en sem nam verði fasteignar þeirra. 27.2.2008 06:00
Hættir að selja Lólítu-rúmin Breska verslanakeðjan Woolworths hætti fyrr í þessum mánuði að selja svokölluð Lólítu-rúm eftir kvartanir frá samtökum foreldra þar í landi. Dagblaðið Edmonton Sun segir starfsfólk verslunarinnar ekki hafa tengt rúmin, sem heita fullu nafni Lolita Midsleeper Combi og ætluð eru stúlkum frá sex ára aldri, við samnefnda bók rithöfundarins Vladimirs Nabokov frá árinu 1955. 27.2.2008 06:00
Stjórn Moss Bros klofin í afstöðunni til Baugs Fram kemur í breskum dagblöðum í Bretlandi í morgun að stjórn herrafatakeðjunnur Moss Bros er klofin í afstöðu sinni til Baugs Group. Tvær fjölskyldur sem teljast til afkomenda stofnenda Moss Bros telja að Baugur sé að reyna að kaupa félagið á alltof ódýru verði. 26.2.2008 12:41
Visa hyggur á risavaxið frumútboð á hlutabréfum Stærsta greiðslukortafyrirtæki heims, Visa, hyggst fara í frumútboð á hlutabréfum sínum vegna ótta við að lánsfjárkrísan á alþjóðamörkuðum muni draga úr kortaveltu og koma þannig niður á hagnaði fyrirtækisins. 26.2.2008 10:36
Græn ljós kviknuðu á síðustu metrunum Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum tók kipp upp á við á síðasta hálftímanum sem markaðir voru opnir vestanhafs í dag. Stærstan þátt í viðsnúningnum á á CNBC sjónvarpsfréttastöðin vestra, sem greindi frá því skömmu fyrir lokun markaða að snemma í næstu viku verði greint frá jákvæðum fréttum sem komi skuldatryggingafyrirtækinu Ambac Financial Group til bjargar. 22.2.2008 21:32
Fjárfestar óttast samdráttarskeið Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag en fjárfestar þar telja nú meiri líkur en minni á því að samdráttarskeið sé yfirvofandi vestanhafs. 21.2.2008 21:33
Stórfelldur samdráttur hjá Société Generale Franski bankinn Socété Generale hagnaðist um 947 milljónir evra, jafnvirði 94 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári þrátt fyrir að 4,9 milljarðar evra hafi verið strikaðar út úr bókum bankans vegna taps verðbréfamiðlarans fyrrverandi, Jeróme Kerviels. Þetta er engu að síður 82 prósenta samdráttur á milli ára. 21.2.2008 08:53
Hlutabréf niður og olíuverð í methæðir Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag eftir að heimsmarkaðsverð á hráolíu fór yfir hundrað dali á tunnu. Verðið hefur aldrei verið hærra í enda dags. 19.2.2008 21:10
Góð afkoma hjá Carlsberg en samt hækkar bjórinn Búast má við að einhverjir Danir reki upp ramakvein því að bjórframleiðandinn Carlsberg tilkynnti í dag að bjórinn myndi hækka á þessu ári. 19.2.2008 17:24
Credit Suisse þarf að afskrifa 190 milljarða kr. Annar stærsti banki Sviss, Credit Suisse, hefur afskrifað eignatryggð skuldabréf fyrir rúmlega 190 milljarða kr. 19.2.2008 11:08
Olíuverðið fór aftur yfir 96 dollara Olíuverðið á markaði í Bandaríkjunum fór aftur yfir 96 dollara á tunnuna í morgun. Ástæðan er útlit fyrir að OPEC ríkin muni draga úr framleiðslu sinni á næstunni. 19.2.2008 10:50
Northern Rock verður þjóðnýttur Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, tilkynnti nú síðdegis að Northern Rock bankinn yrði þjóðnýttur. 17.2.2008 16:46
Toshiba gefst upp á HD DVD Japanska tæknifyrirtækið Toshiba hyggst gefast upp á HD DVD háskerputækninni. Tilkynningar þess efnis er að vænta á næstu dögum, hefur fréttastofa Reuters eftir heimildarmanni innan fyrirtækisins. 17.2.2008 00:01
Neytendur óttast niðurskurð og uppsagnir Sjálfstraust neytenda í Bandaríkjunum hefur ekki mælst minna í 16 ár. Ástæðan er aukin ótti um niðurskurð og uppsagnir á atvinnumarkaði, samkvæmt nýrri rannsókn Michigan háskólans í Bandaríkjunum. 16.2.2008 14:33
Bretar eyða mestu í fegrunaraðgerðir í Evrópu Bretar eru sú þjóð í Evrópu sem eyða mestum fjármunum í fegrunaraðgerðir af ýmsu tagi svo sem brjóstastækkun og fitusog. Alls eyddu Bretar rúmlega 65 milljörðum kr. í slíkar aðgerðir árið 2006. 15.2.2008 15:46
Mikil söluaukning en vonbrigði með hagnað Betsson Mikil söluaukning hefur verið hjá veðmálafyrirtækinu Betsson og mælist hún 121% á milli ára. Aukningin frá þriðja til fjórða fjórðungs er 15%. Hagnaður ársins var um 180 milljónum skr. eða um 1,8 milljarði kr. sem er næstum sex sinnum meiri hagnaður en árið áður. 15.2.2008 13:59
Danski skatturinn finnur tugi milljarða á leynireikningum Dönsk skattayfirvöld hafa fundið 5 milljarða dkr. eða rúmlega 60 milljarða kr. sem liggja á leynireikningum víða um heiminn en þó yfirleitt í svokölluðum skattaparadísum. Í fjölda tilvika geta viðkomandi danskir eigendur þessara reikninga átt yfir höfði sér fangelsisdóma fyrir skattsvik. 15.2.2008 12:44
Methagnaður hjá Commerzbank þrátt fyrir afskriftir Commerzbank, næststærsti banki Þýskaland, sem FL Group átti stóran hlut í um tíma, skilaði rúmlega 1,9 milljarða evra hagnaði á síðasta ári. Þetta jafngildir rúmum 188 milljörðum íslenskra króna, sem er mesti hagnaður í sögu bankans. 15.2.2008 09:34
Óbreyttir stýrivextir í Japan Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentustigum. Þetta er í takt við væntingar markaðsaðila. 15.2.2008 09:03
Slæmar efnahagshorfur í Bandaríkjunum Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í dag útlit fyrir slæmar efnahagshorfur í Bandaríkjunum og muni seðlabankinn vera reiðubúinn til að lækka stýrivexti frekar til að bregðast við ástandinu til að sporna við því. 14.2.2008 15:27
Verðbólga í Zimbabve í himinhæðum Verðbólga í Afríkuríkinu Zimbabve er komin langt upp fyrir Himnaríki en hún mældist 66.212,3 prósent í desember í fyrra, samkvæmt upplýsingum hagstofunnar þar í landi. 14.2.2008 13:56
Efnaðar stjörnur finna fyrir fasteignakreppunni Fasteignakreppan í Bandaríkjunum hefur nú náð til efnaðra og þekktra stjarna í Hollywood og nágrenni. Að sögn tímaritsins Forbes tapa stjörnurnar nú háum upphæðum á húseignum sínum, það er ef eignirnar á annað borð seljast. 14.2.2008 13:39
Phil & Sön rekur Dani og ræður Pólverja í vinnu Verktakafyrirtækið E. Phil & Sön í Danmörku hefur rekið danska verkamenn sín og ráðið pólska í staðinn við vinnu við byggingu Copenhagen Towers í Örestaden. Um er að ræða eitt stærsta byggingarverkefnið í Kaupmannahöfn í ár. 14.2.2008 12:16
Fyrsta tap í sögu UBS Svissneski risabankinn UBS tapaði 4,4 milljörðum franka, jafnvirði tæpra 300 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári samanborið við 12,3 milljarða franka hagnað í hitteðfyrra. Tapið, sem er það fyrsta í sögu bankans, er tilkomið vegna afskrifta á lánavöndlum upp á 26,6 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 1.800 milljarða íslenskra króna. 14.2.2008 09:50
Playboy hrapar á Wall Street Hlutir í Playboy féllu um meir en 10% á Wall Street í gærdag í kjölfar þess að uppgjör félagsins fyrir fjórða ársfjóðung á síðasta ári var birt. 14.2.2008 09:43
Bandaríkjamenn bíða smásölutalna Reiknað er með að hlutabréf í Bandaríkjunum muni almennt hækka í dag eftir þeysireið víða um heim í gær. Inn í væntingarnar spila birting talna um veltu í smásöluverslun vestanhafs í síðasta mánuði. 13.2.2008 13:23
Nýmarkaðsríkin næm fyrir samdrætti Nýmarkaðsríki munu ekki verða ónæm fyrir efnahagssamdrætti stærri hagkerfa. Þetta sagði Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í ræðu sem hann hélt á Indlandi. Skýringing er sterk tenging nýmarksríkjanna við stærstu iðnríki heims. 13.2.2008 11:31
Afkoma Storebrand talsvert yfir væntingum Norska fjármálafyrirtækið Storebrand hagnaðist um 675,8 milljónir norskra króna, 8,3 milljarða íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi. Þetta er talsvert yfir væntingum. Kaupþing og Exista eiga tæp þrjátíu prósent í fyrirtækinu. 13.2.2008 09:09
Við núllið í Bandaríkjunum Helstu hlutabréfavísitölur leituðu jafnvægis í átt til núllsins eftir stökk uppá við í upphafi viðskiptadagsins í kjölfar þess að auðkýfingurinn Warren Buffett, einn af ríkustu mönnum heims, bauðst til að baktryggja nokkur af stærstu skuldatryggingafyrirtækjum Bandaríkjanna. 12.2.2008 21:04