Viðskipti erlent

Umboðsfyrirtæki keypt fyrir 30 milljónir punda

Umboðsskrifstofan James Grant hefur keypt umboðsfyrirtækið sem stendur að baki Simon Cowell fyrir um 30 milljónir punda. James Grant er meðal annars með Wayne Rooney á sínum snærum.

James Grant sem stofnað var árið 1984 sérhæfir sig í málum tengdum hæfileikafólki í Bretlandi og Bandaríkjunum. Kúnnar þeirra eru aðallega fólk sem vinnur í sjónvarpi eða útvarpi. Má þar nefna Fearne Cotton, Piers Morgan og Philip Schofield.

Rooney er hluti af íþróttadeild fyrirtæksins sem einnig er með Rio Ferdinand á sínum snærum. Unnusta Rooneys er einnig hjá fyrirtækinu sem sér einnig um fjárhagslega ráðgjöf fyrir Björk og Oasis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×