Viðskipti erlent

Buffet segir Bandaríkin í kreppu

Warren Buffet.
Warren Buffet.

Warren Buffet, þriðji ríkasti maður jarðarinnar, segir að kreppuástand sé í Bandaríkjunum um þessar mundir. Hann segir að hver heilvita maður hljóti að sjá að krepputímar séu uppi þó að venjulega sé miðað við að verg landsframleiðsla minnki tvo ársfjórðunga í röð, en það hefur ekki gerst enn.

Buffet segir að ástandið sé ekki viðlíka slæmt og árin 1973 og 1974 þegar kreppa ríkti í Bandaríkjunum og verðbólgan fór í 12,1 prósent en þrátt fyrir það ættu fjárfestar ekki að útiloka verulega sveflu niður á við á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×