Viðskipti erlent

Lækkun á mörkuðum í Bandaríkjunum

Ekki varð áframhald á hækkunum á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag eftir miklar hækkanir í gær. Dow Jones vísitalan lækkaði um 0,4 prósent, S&P-vísitalan um 0,9 prósent og Nasdaq um 0,5 prósent.

Hlutabréf hækkuðu í verði við upphaf viðskiptadags en í gær tilkynnti Seðlabanki Bandaríkjanna að 200 milljörðum dollara yrði dælt inn í hagkerfið til að draga úr lausafjárþurrð á mörkuðum.

Hækkandi olíuverð hafði hins vegar þau áhrif þegar leið á daginn að hlutabréf fóru að lækka. Hæst fór olíutunnan í 110 dollara og tuttugu sent, sem er enn eitt metið, en endaði í lok dags rétt undir 110 dollurunum.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×