Viðskipti erlent

Olíuverð slær nýtt met eftir ákvörðun OPEC

OPEC löndin ákváðu á fundi sínum í Ausutrríki í gær, að auka ekki framleiðslu sína á olíu.

Raunar var vitað fyrir fundinn að þetta yrði niðurstaðan en samt sem áður olli þetta því að heimsmarkaðsverð á olíu sló nýtt met í gærdag er tunnan fór í 104 dollara og 60 sent.

OPEC segir að birgðir af olíu séu nægar í heiminum og hátt verð sé tilkomið vegna veiks dollars og spákaupmennsku.

George Bush bandaríkjaforseti brást reiður við þessari niðurstöðu og segir að OPEC löndin séu að skaða efnahagslíf Bandaríkjanna með því að auka ekki framleiðslu sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×